Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 124
út í fyrstu umferð. Víkingar kepptu við spænsku meistarana
Real Sociedad og töpuðu 0—1 heima og 2—3 á Spáni, IBV
tapaði fyrir pólsku bikarmeisturunum Lech Poznan 0—1
heima og 0—3 í Póllandi, og Fram tapaði fyrir írska liðinu
Shamrock Rovers í UEFA keppninni 0—3 heima og 0—4 í
Dýflinni. — Ellert B. Schram var í apríl kosinn í stjórn Evr-
ópusambandsins (UEFA). Hann var endurkjörinn formað-
ur Knattspyrnusambands íslands.
Körfuknattleikur. Ungmennafélag Njarðvíkur varð ís-
landsmeistari í karlaflokki, en KR í kvennaflokki. Fram
sigraði í bikarkeppninni í karlaflokki, en KR í kvenna-
flokki. — í byrjun janúar léku íslendingar og Portúgalar
þrjá landsleiki á fslandi. Portúgalar unnu fyrsta leikinn
(73—67), en íslendingar hina tvo (73—71 og 92—71). Enska
landsliðið kom til íslands í apríl og lék þrjá leiki. Englend-
ingar unnu tvo (84—79 og 76—74), en íslendingar einn
(97—92). ísland tók þátt í C-keppni Evrópumeistaramóts-
ins í Edinborg um mánaðamótin apríl—maí. fsland vann
írland og Egyptaland, en tapaði fyrir Austurríki, Ungverja-
landi og Skotlandi. Lenti liðið í 3.-4. sæti. — Landsliðið,
skipað leikmönnum yngri en 21 árs, fór til Bandaríkjanna í
æfinga- og keppnisferð í desember.
Kraftlyftingar. í apríl setti Jón Páll Sigmarsson (KR) tvö
Evrópumet á móti, sem haldið var í sjónvarpssal („Ekkert
mál fyrir Jón Pál“). Hann stóð sig og mjög vel á móti, sem
haldið var í Svíþjóð í maí. Meistaramót íslands í kraftlyft-
ingum var haldið á Akureyri í maí. Fjórtán íslandsmet voru
sett. Þrír íslendingar kepptu á Norðurlandamóti í Finnlandi
í september. Kári Elísson náði beztum árangri og varð
annar í sínum flokki.
Lyftingar (ólympskar). íslandsmót var haldið á Akureyri
í apríl. Haraldur Ólafsson (ÍBA) vann þar helztu afrekin.
Einn íslendingur keppti á heimsmeistaramóti unglinga í
Sao Paulo í Brazilíu í ágúst. Sex íslendingar tóku þátt í
Norðurlandamóti unglinga, sem haldið var í Óðinsvéum t
desember. Haraldur Ólafsson (ÍBA), Gylfi Gíslason (ÍBA)
og Ingvar Ingvarsson (KR) hlutu gullverðlaun.
(122)