Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 102
Sigurpálsson á Akranesi, Þórður Þórðarson á Sauðárkróki,
Óttar Proppé á Siglufirði, Stefán Jón Bjarnason á Dalvík,
Ólafur Elísson í Vestmannaeyjum og Stefán Ómar Jónsson
á Selfossi. — Sem nýir sveitarstjórar voru ráðnir: Anna
Sigríður Snæbjörnsdóttir í Bessastaðahreppi, Páll Guðjóns-
son í Mosfellshreppi, Sigurður Eggertsson í Grundarfirði,
Höskuldur Davíðsson á Tálknafirði, Steinn Ingi Kjartans-
son í Súðavík, Ófeigur Gestsson á Hofsósi, Guðjón Björns-
son í Hríseyjarhreppi, Stefán Þór Jónsson í Þórshafnar-
hreppi, Svala Eggertsdóttir í Fellahreppi, Sigurður Gunn-
arsson í Búðahreppi, Björn Kristjánsson í Hafnarhreppi,
Sæmundur Hafsteinn Jóhannsson í Vík í Mýrdal (Hvamms-
hreppi), Ólafur Sigfússon í Hvolhreppi, Sveinn Guðmunds-
son á Eyrarbakka, Ellert Eiríksson í Gerðahreppi og Leifur
Albert ísaksson í Vatnsleysustrandarhreppi. — í september
voru gerðar breytingar á embættiskerfi Reykjavíkurborgar:
Jón G. Tómasson var skipaður borgarritari, Magnús Ósk-
arsson borgarlögmaður, Björn Friðfinnsson framkvæmda-
stjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar, Eggert Jónsson fram-
kvæmdastjóri fjármála- og hagsýsludeildar (borgarhagfræð-
ingur), Jón G. Kristjánsson starfsmannastjóri og Hjörleifur
Kvaran skrifstofustjóri borgarverkfræðings.
Ymis störf. Hinn 1. marz var Gunnar M. Hansson ráðinn
forstjóri IBM á íslandi. í marz var séra Gylfi Jónsson
ráðinn rektor Skálholtsskóla. í sama mánuði var Hannes
Pétursson ráðinn yfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans í
Reykjavík. í apríl var Guðmundur Magnússon endurkjör-
inn rektor Háskóla íslands til þriggja ára. Hann hlaut
50.6% atkvæða, en Sigurjón Björnsson hlaut 41.4%.
Gunnlaugur Björnsson var í lok aprfl ráðinn forstjóri Græn-
metisverzlunar landbúnaðarins. Sigfús Jónsson var í maí
ráðinn forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. í
sama mánuði var Steinunn Lárusdóttir ráðin framkvæmda-
stjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Þórleifur Ólafsson var í
júní ráðinn ritstjóri sjómannablaðsins Víkings. f sama mán-
uði var Elín Flygenring ráðin framkvæmdastjóri Jafnréttis-
ráðs. Egill Skúli Ingibergsson var í júní ráðinn fram-
(100)