Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 148
Landsþing Slysavarnafélags íslands var haldið í Reykja-
vík í lok apríl. Gunnar J. Friðriksson baðst nú undan endur-
kosningu eftir 22 ára forsetadóm. Haraldur Henrýsson var
kosinn forseti.
Stjórnmál
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens sat óbreytt allt árið.
Staða hennar veiktist í ágúst, en þá lýsti Eggert Haukdal
alþingismaður yfir því, að hann styddi stjórnina ekki
lengur. Hún hafði því aðeins 31 þingmann að baki og ekki
meiri hluta í neðri deild. — í skoðanakönnun Dagblaðsins-
Vísis naut ríkisstjórnin fylgis sem hér greinir: í febrúar
60,8%, í október 59,5%. Aðeins er reiknað með þeim, sem
tóku afstöðu. Samkvæmt sömu skoðanakönnunum var fylgi
flokkanna sem hér segir í febrúar: Alþýðuflokkur 13,7%,
Framsóknarflokkur 22,7%, Sjálfstæðisflokkur 50,2%, Al-
þýðubandalag 13,4%. Sambærilegar tölur í október voru:
10,7%, 22,8%, 51,9%, 14,5%.
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 22. maí og 26. júní. í
fyrri kosningunum var kosið í 22 kaupstöðum og 37 kaup-
túnahreppum. í síðari kosningunum var kosið í 165 hrepp-
um. Alls voru á kjörskrá 148.648 eða 63,7% landsbúa, en
atkvæði greiddu 125.656 eða 85,1%. í kosningunum 22.
maí var mest þátttaka á Dalvík: 94,5%, en minnst á Akur-
eyri: 78,7%. í Reykjavík var kosningaþátttakan 85,7%. í
kosningunum 26. júní var mest þátttaka í Svínavatnshrepp'
í Austur-Húnavatnssýslu: 99,1%, en minnst í Skagahreppi •
sömu sýslu: 43,1%. í kosningunum 22. maí skiptust at-
kvæði á eftirfarandi hátt: Alþýðuflokkur 13.034 atkvæði
eða 11,8% (tap frá 1978 4,9%), Framsóknarflokkur 17.836
atkvæði eða 16,2% (gróði 0,3%), Sjálfstæðisflokkur 49.781
atkvæði eða 45,2% (gróði 5,5%), Alþýðubandalag 19.231
atkvæði eða 17,5% (tap 6,8%), Kvennalistar 6.523 atkvæði
eða 5,9% og aðrir 3.750 atkvæði eða 3,4%. Sjálfstæðis-
flokkurinn vann á ný meiri hluta í Reykjavík, 12 fulltrúa af
21. Hann vann einnig meiri hluta í Vestmannaeyjum og
Njarðvík. Framsóknarmenn náðu meiri hluta á Dalvík.
(146)