Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 64
September
Júpíter er kvöldstjarna, en afar lágt á lofti. Eins og í ágúst er hann
aðeins 2° yfir sjóndeildarhring í suðri við myrkur í Reykjavík.
Merkúríus er lengst í vestur frá sól um miðjan mánuðinn og verður
þá sýnilegur sem morgunstjarna. Hinn 8. september gengur hann 1,6°
sunnan við stjörnuna Regúlus. Frá 14.-18. september nær hann 8°
hæð yfir sjóndeildarhring í austri í birtingu í Reykjavík. Birta hans fer
vaxandi á þessu tímabili.
Október
Júpíter er áfram kvöldstjarna, en sem fyrr er hann mjög lágt á lofti
og nær aðeins 2° hæð yfir sjóndeildarhring í suðri við myrkur í
Reykjavík. Að áliðnum mánuði er Mars kominn á svipaðar slóðir, en
þar sem hann er miklu daufari, verður ennþá erfiðara að finna hann.
Nóvember
í byrjun mánaðar eru Júpíter og Mars kvöldstjörnur, en afar lágt á
lofti (aðeins 2° yfir sjóndeildarhring í suðri við myrkur í Reykjavík).
Júpíter er bjartari og því meiri von til að sjá hann. Undir mánaðarlok
hefur Mars hækkað nokkuð á lofti (í 7°). Þá hefur Venus bæst í
hópinn, og þótt hún sé einnig mjög lágt á lofti (2° yfir sjóndeildarhring
í suðri) er hún langtum bjartari en hinar og meira áberandi. f mánað-
arlok er Satúrnus að byrja að sjást sem morgunstjarna, um 5° yfir
sjóndeildarhring í suðaustri í birtingu í Reykjavík.
Desember
f byrjun mánaðar er Venus kvöldstjarna, mjög lágt í suðri þegar
dimma tekur (aðeins 2° yfir sjóndeildarhring í Reykjavík við myrkur).
Júpíter er lítið eitt vestar í svipaðri hæð, en hann er miklu daufari og
því erfiðara að sjá hann. Mars er einnig á suðurhimni þegar kvöldar,
nokkru austar en hinar reikistjörnurnar og hærra á lofti (7° yfir
sjóndeildarhring í Reykjavík), en hann er fremur daufur og lítt áber-
andi. Pegar á mánuðinn líður, hækkar Venus á lofti og sömuleiðis
Mars, en Júpíter lækkar og hverfur. f lok mánaðarins er Venus komin í
12° hæð í suðri við myrkur í Reykjavík og Mars í 15° hæð. Satúrnus er
morgunstjarna allan mánuðinn, íágt á lofti, en fjarlægist sól og fer
hækkandi. f mánaðarlok er hann 9° yfir sjóndeildarhring í suðri í
birtingu í Reykjavík.
Úranus er sunnarlega í merki naðurvalda og liggur því illa við
athugun frá fslandi. Hann er í gagnstöðu við sól 1. júní og sést helst
síðari hluta vetrar. Birtustig hans er +5,8 en vegna þess hve lágt hann
er á lofti er ekki mögulegt að sjá hann með berum augum. Eftirfarandi
tafla sýnir stöðu Úranusar í stjörnulengd (a) og stjörnubreidd (ð) og
(62)