Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 80
MÆLIEININGAR
1 eftirfarandi yfirliti eru einingar hins alþjóðlega einingakerfis (SI)
auðkenndar raeð feitu letri. Undir- og yfireiningar kerfisins eru mynd-
aðar með forskeytum (sjá bls. 86). Br. táknar breskar einingar og U.S.
bandarískar. Fullkomnar jafngildistölur eru skáletraðar. 102 = 100,
103 = 1000 o. s. frv. 10“2 = 1/100, 10“3 = 1/1000 o. s. frv.
Lengd
1 metri (m) = 1 650 763,73 öldulengdir ljóss af sérstökum rauðleitum
lit, sem einkennir lofttegundina krypton 86, eina af samsætum
frumefnisins krypton. Þessi skilgreining gekk í gildi 1960.
1 þumlungur, tomma (inch, in, Br. og U.S.) = 2,54 cm.
1 fet (Br. og U.S.) = 12 þumlungar = 30,48 cm.
1 alin (dönsk) = 63 cm.
1 mfla (Br. og U.S.) = 1,609 344 km.
1 sjómfla (alþjóðleg) = 1852 m. Sjómflan samsvarar nokkurn veginn
1 mínútu breiddar á yfirborði jarðar. Breiddarmínútan er um
1843 m við miðbaug en 1862 m við heimskaut.
1 stjarnfræðieining (staðalgildi) = 1,495 978 70 ■ 10u m. Stjarnfræði-
einingin er meðalfjarlægðin milli jarðar og sólar.
1 ljósár = 9,461-1015 m = 63 240 stjarnfræðieiningar.
1 parsek (pc) = 3,086 • 1016 m = 206 265 stjarnfræðieiningar = 3,26
ljósár.
1 punktur (í leturmáli) = 0,376 mm. (Enskur punktur er 0,351 mm.)
1 mfkron (u) = 10 6 m. Heppilegra nafn: míkrómetri (pm).
1 Ángström (Á) = 10~'° m.
Öldulengd sýnilegs ljóss = 4 ■ 10~7 m - 8 • 10'7 m.
Þvermál atóms = um 10"10 m.
Þvermál atómkjarna = 10-14 m — 10-15 m.
Flatarmál
1 fermetri (m2) = flatarmál fernings sem er 1 m á hvorn veg. í einum
fermetra eru tíu þúsund fersentimetrar (cm2).
1 hektari (ha) = 10 000 m2.
1 ferkílómetri (km2) = 100 hektarar = 106 m2.
1 ekra (Br. og U.S.) = 0,4047 hektarar = 4047 m2.
Rúmmál
1 rúmmetri (m3) = rúmmál tenings sem er 1 metri á hvern veg. í einum
rúmmetra eru þúsund rúmdesimetrar (dm3) eða milljón rúmsenti-
metrar (cm3).
1 lítri (1) = 1 dm3 = 1000 cm3 (millilítrar, ml). Þessi skilgreining gekk í
gildi 1964. Eftir eldri skilgreiningu var lítrinn 1,000 028 dm3.
1 pottur = 0,966 lítrar.
1 mörk = hálfpottur = um V4 lítri.
1 peli = V4 úr potti = um V* úr lítra.
(78)