Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 109
mánuði komu nokkrir brezkir þingmenn til íslands í boði
alþingis. í júní kom Per Kleppe, framkvæmdastjóri Efta, til
fslands. í sama mánuði var norrænt þing lyflækna haldið í
Reykjavík, og lyfjafræðingar þinguðu í Bifröst. í júní var
Evrópuþing Kiwanishreyfingarinnar haldið í Reykjavík.
Um mánaðamótin júní—júlí kom þýzk þingmannasendi-
nefnd til íslands. — Frank Herzlin, yfirlæknir Freeport-
sjúkrahússins, kom til íslands í júlí. í sama mánuði sóttu 25
erlendir vísindamenn ráðstefnu, sem haldin var að Keldum
á vegum landbúnaðarvísindanefndar Efnahagsbandalags
Evrópu. Hún fjallaði um hæggenga veirusjúkdóma í sauðfé
og geitum. í júlí kom fjöldi norrænna ungmennafélags-
manna til íslands. f þeim mánuði var haldið mót kaþólskra
manna frá Norðurlöndum og Hamborg. Þar söng Thomas
O’Fiaich, kardínáli frá írlandi, messu. Golfleikarinn frægi,
Jack Nicklaus, kom til íslands í júlí og stundaði laxveiðar.
Sendinefnd Æðsta ráðsins í Sovétríkjunum kom til íslands í
júlí í boði alþingis. Formaður nefndarinnar var Ivan Polja-
kov, varaforseti forsætisnefndar Æðsta ráðsins. í lok júlí
kom prófessor Robert Curnow, forstöðumaður tölfræði-
deildar Readingháskóla, til íslands og flutti fyrirlestra. —
Samband norræns verksmiðjuverkafólks hélt aðalfund sinn
á íslandi í byrjun ágúst. 60 manna hópur norsks skógrækt-
arfólks kom til íslands í ágúst. í sama mánuði kom
Munteanu Valériu yfirdósent í germönskum málum við
háskólann í Búkarest. Furstahjónin af Monaco og tvö börn
þeirra komu til íslands í einkaheimsókn 14. ágúst. Pau fóru
daginn eftir og höfðu þá m. a. heimsótt forseta íslands á
Bessastöðum og skoðað sig um í nágrenni Reykjavíkur.
Christer Platzack, prófessor í málfræði við Stokkhólmshá-
skóla, kom til íslands í ágúst og hélt fyrirlestur um orðaröð
í germönskum málum. Samtök lýðræðissinnaðra stúdenta í
Evrópu héldu árlegan aðalfund sinn á íslandi í ágúst. í
sama mánuði flutti Keith Miller, prófessor frá Sheffield,
íyrirlestur um þreytu í málmum. 17. þing norrænna lífeðlis-
fræðinga var haldið í Reykjavík í lok ágúst. Þrír Nóbels-
verðlaunahafar sóttu þingið. Þeir voru þessir: Ulf S. von
(107)