Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1984, Blaðsíða 149
Kvennalistar (V) fengu kjörna tvo fulltrúa í Reykjavík og á
Akureyri. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar voru höfð sam-
eiginleg prófkjör flokkanna á nokkrum stöðum. Fyrsta
prófkjör af þessu tagi var haldið á Akranesi 30.—31. janú-
ar. Síðan voru haldin sameiginieg prófkjör á eftirtöldum
stöðum: Borgarnesi, Egilsstöðum, Njarðvík, Siglufirði, ísa-
firði, Bolungarvík, Grindavík og Kópavogi. í sameiginlegu
prófkjöri flokka í Kópavogi í marz kusu aðeins 2.604 eða
27,2%.
í marz var Steingrímur Flermannsson endurkjörinn for-
maður Framsóknarflokksins. I lok júní urðu deilur um
efnahagssamvinnusamning Islendinga og Sovétmanna.
Sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu lögðust á móti samn-
ingnum, en aðrir flokkar studdu hann. Ólafur Jóhannesson
og A. N. Manzhulo undirrituðu samninginn 2. júlí í
Reykjavík. 21. ágúst var gengið frá efnahagsráðstöfunum
rfkisstjórnarinnar. Pær fólu í sér 13% gengisfellingu, helm-
ings skerðingu vísitölubóta 1. desember, 8—10% hækkun
vörugjalds o. fl. Stjórnarskrárnefnd hélt marga fundi á
árinu. í október fóru fram viðræður milli stjórnar og stjórn-
arandstöðu vegna óljósrar stöðu á alþingi, þar sem ríkis-
stjórnin hafði ekki lengur meiri hluta í neðri deild. 41.
flokksþing Alþýðuflokksins var haldið í Reykjavík í nóvem-
ber. Kjartan Jóhannsson var kjörinn formaður með 90%
greiddra atkvæða. Magnús Magnússon var kjörinn varafor-
maður með 126 atkvæðum, en Vilmundur Gylfason fékk
112. Vilmundur sagði sig úr Alþýðuflokknum 18. nóvem-
ber og sagðist ætla að stofna Bandalag jafnaðarmanna. 18.
flokksþing Framsóknarflokksins var haldið í Reykjavík í
nóvember. Þar var samþykkt, að lögbundnar skyldu efna-
hagsaðgerðir til tveggja ára. Eysteinn Jónsson (326) og
Dagbjört Höskuldsdóttir (325) fengu flest atkvæði í mið-
stjórnarkjöri. Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins var
haldinn í Reykjavík í nóvember. Lögð var fram neyðaráætl-
un til fjögurra ára, til þess að þjóðin gæti unnið sig út úr
efnahagsvandanum. 23. nóvember var felld vantrauststil-
laga Alþýðuflokksins á ríkisstjórnina með 31 atkvæði gegn
(147)