Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 7
Nemendasamband Laugaskóla
og ársrit þess.
Ársrit þetta er gefið út af félagi, sem nemendur Lauga-
skóla stofnuðu til sl. vetur.
Eigi þarf langt mál til að gera grein fyrir þeim félags-
skap eða ársritinu.
Á fundi í ungmennafélagi Laugaskóla, 1. febrúar 1926,
hóf einn nemandi skólans, Helga Jóhanna Pórarinsdóttir
frá Kollavík, umræður urn »framtíðarsamband nemenda
Laugaskóla«. Talaði hún um þá nauðsyn, að nemendur
skólans bindust félagsböndum, bæði til þess að styðja
skólann eftir mætti, og til þess að geyma sem best minn-
ingarnar frá skólanum og um samvistirnar þar. Pessu
máli var tekið með fögnuði af flestum eða öllum nem-
endum og kosin 5 manna nefnd til að koma með tillög-
ur um skipulag þessa félagsskapar.
í þá nefnd voru kosin:
Póroddur Ouðmundsson á Sandi,
Ragnar A. Porsteinsson á Eskifirði,
Helga Jóhanna Þórarinsdóttir,
Sigrún Ingólfsdóttir í Fjósatungu,
Kári Tryggvason í Víðikeri.
31. mars skilaði nefndin áliti sínu og fylgdi því frum-
frumvarp til laga »Nemendasambands Laugaskóla« og
frumvarp til reglugerðar um ársritið. Á þeim fundi komu
fram nokkrar — þó ekki stórvægilegar — athugasemdir