Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 9
3
á allsherjarmótum fyrir sambandið, sem lialdin skulu
við alþýðuskólann á Laugum á nokkurra ára fresti.
Fyrsta mót skal haldið árið 1929. Síðan skal hvert
mót ákveða, hvenær næsta mót skal haldið. Stjórn
sambandsins skal auglýsa hvert mót með hæfileg-
um fyrirvara í víðlesnu blaði, enda sé þá búið
að fastákveða, hvernig mótinu skuli hagað.
4. grein.
Meðlimir sambandsins geta orðið allir nemendur og
kennarar Laugaskóla. Auk þess skal gömlum nemendum
frá Breiðumýri leyfð innganga í það.
5. grein.
a. f stjórn sambandsins skulu kosnir 3 menn og aðrir
3 menn til vara. Skulu þeir vera málsvarar sam-
bandsins út á við og annast önnur þau störf, sem
lög sambandsins leggja þeim á herðar. Stjórnar-
nefndarmenn skifta sjálfir verkum með sier.
b. Fyrsta stjórn sambandsins skal kosin á stofnfundi,
og skal sú kosning gilda, þar til haldið verður fyrsta
allsherjarmót sambandsins. Síðan skal stjórnarkosn-
ing fara fram á hverju móti.
c. Á mótum sambandsins ræður einfaldur meirihluti
atkvæða úrslitum mála.
d. Nöfn og heimilisfang þeirra manna, sem sæti eiga
í stjórn sambandsins, birtist í ársritinu.
6. grein.
Breytingar á lögum sambandsins og reglugerð fyrir
útgáfu ársritsins geta aðeins orðið á allsherjarmótum
sambandsins. Skal þess getið, þegar mótið er boðað, að
slíkar breytingatillögur verði þar til umræðu,