Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 10
4
REGLUGERÐ
UM ÚTOÁFU ÁRSRITSINS.
1. grein.
Ritið heitir »Ársrit nemendasambands Laugaskóla«.
2. grein.
a. Ritið tekur á móti ritgerðum og öðru því, sem er
í samræmi við stefnuskrá sambandsins, einnig sög-
um og kvæðum, þýddum og frumsömdum.
b. Engin grein verður birt í ritinu, nema nafn höfundar
fylgi með til ritstjóra.
3. grein.
a. Stjórn sambandsins ræður ritstjóra. Skal hann, ef
þess er kostur, vera einn af kennurum Laugaskóla.
Skal hann einráður um, hvað birt er í ritinu, þegar
sleppir ákvæðum reglugerðar þessarar. Hann sér um
útgáfu ritsins, afgreiðslu þess til kaupenda og inn-
heimtu andvirðis.
b. Póknun fyrir starf sitt fær ritstjóri með heimilaðri
fastri prósentuálagningu á ritið, sem fyrst um sinn
skal vera 15n/° af hámarksverði þess.
4. grein.
Nokkurt rúm skal stjórn sambandsins heimilað í hverju
hefti ársritsins, til að svara fyrirspurnum og til annarar
greinargerðar.
5. grein.
Peir meðlimir sambandsins, sem óska eftir bréfaskift-
um við eldri og yngri nemendur skólans, geta látið rita
nöfn sín á þar til gerðan nafnalista í ritinu, gegn 1 kr.
gjaldi fyrir næstu 4 ár.
6. grein.
a. Allir meðlimir sambandsins skuldbinda sig, til að
kaupa ársrit þess því verði, sem það árlega þarf að
kosta, til þess að geta borið sig fjárhagslega. Pó