Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 12
Sameining sundraðra krafta.
Motto:
Sterkur fór um veg,
og var steini pungum
lokuö leið fyrir.
Ráð at hann kunni,
pó rikur sé,
og hefðu prír um þokað.
J. Hallgrimsson.
Fyrir öllum mönnum, sem komast til vits og ára, liggur
ferð. Ferð sú er misjafnlega erfið, eítir því hvernig menn
eru búnir að hæfileikum og hjálpargögnum, og eftir því,
hve vegurinn, sem þeir fara eftir, er vel ruddur og varðaður.
Sumir leggja á stað í dögun, aðrir ekki fyr en sólin
er komin hátt yfir sjóndeildarhring og loftið farið að
hlýna. Sumir byrja ferð sína geist, aðrir hægt og
gætilega. Sumir eru vel útbúnir, með nesti og nýja skó,
djarfan hug og bjartar vonir, en aðrir fara með tvær
hendur tómar og ótta um örðuga ferð. Og sumir stefna
að einhverju ákveðnu marki, og setja sér með djörfung
og einbeittum vilja að ná því, en aðrir eygja ekkert slíkt
mark og stefna því út í bláinn, láta kylfu ráða kasti um
það, í hvaða átt þeir stefna og hver áfangastaðurinn
verður, hugsa aðeins um það, að ferðin verði auðveld,
gangan létt.
En, sem betur fer, eru þeir færri, sem þannig hugsa.
Flestir vilja vinna einhver verðmæti á leið sinni, eins og
víkingarnir fornu. Peir stefna að því, sem hugur þeirra