Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 15
0
fórnað til að styðja og efla vin eða bróður, sem stuðn-
ings þarf með, jafnvel þótt aðeins sé litið á hagnaðarvon-
ina. En það er fleira, sem athuga ber. Lífið krefst ekki
aðeins þess að hönd hjálpi hendi og fótur fæti, heldur
og að mennirnir styðji hver annan til að verjast falli,
efli hver annan og þroski. Pað krefst þess að bróðir
hjálpi bróður til að velta steini úr götunni. Pað krefst
þess yfirleitt að samvinna eigi sér stað, því að margar
hendur vinna létt verk.
Okkur er líka kent að sælla sé að gefa en þiggja. Pað
veitir altaf hreina og göfgandi gleði að gefa, og sú til-
finning, að finna sig mann til að miðla öðrum af eigin
verðmætum, er ekki lastverð, og þó það ef til vill geti
talist metnaður, þá er hann hollur. Sá metnaður, sem
byggist á því, að gæta stöðugt sóma síns í orðum og
gjörðum, er fagur og göfugur. Hann er dygð, sem er
gulli dýrmætari.
Petta hafa forfeður okkar Iíka fundið. Pví var sæmd-
in þeim dýrmætari en gull og grænir skógar, jafnvel dýr-
mætari en lífið sjálft.'
Hvaðan kemur stjórnmálagarpinum kjarkur og staðfesta
til að halda fram málstað þjóðarinnar? Hvaðan kemur
vísindamanninum elja og ástundun, til að leiða í ljós
dulin sannindi og miðla samborgurum sínum af þekkingu
sinni? Hvaðan kemur trúboðanum og landkönnunar-
manninum þrek og þor til að færa afskektum og líti'.sigld-
um þjóðum andans gæði? Og hvaðan kemur móðurinni
ást og umhyggjusemi fyrir velferð barnsins síns? Pessi
dugnaður, umhyggja, fórnfýsi á alt rætur að rekja til góðs
hugarfars, því að þar er að finna frækorn til alls þessa,
og því meiri og kjarnbetri, sem þau eru betur þroskuð
og glædd; það á rætur sínar að rekja til þeirrar tilfinn-
ingar, að sælla sé að gefa en þiggja. — Pá er það ekki
síður ánægjulegt að taka við gjöf, sem veitt er afheilumhug.