Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 18
12
bann þeim vel söguna. Þegar Garðar Svavarsson kom
að Iandinu var það skógi vaxið milli fjalls og fjöru. En
nú er það skóglaust að kalla og víða uppblásnir melar
og eyðisandar, sem áður voru góð héruð. Þannig hafa
forfeður okkar farið að ráði sínu. Þannig hafa þeir farið
með Fjallkonuna. Það er óniakleg meðferð, og varla af-
sakanleg, og ef þeir menn, sem það hafa gert, væru ekki
gengnir til grafar, og auk þess forfeður okkar, myndum
við ekki láta ógert að kasta steini að þeim. En þeir
hefðu sjálfsagt sínar ástæður, ef þeir væru nú gengnir
upp úr gröfum sínum og ættu að svara fyrir sig, og ekki
er viðeigandi að við álösum gömlu mönnunum framliðnu
fyrir þessar sakir. Þeir hafa margt vel gert á öðrum
sviðum, þótt þeir yrðu ekki allskostar heppnir á þessu.
Eðlilegra er að við lítum í okkar eigin barm og rann-
sökum, hvort við höfum aldrei drýgt aðra eins synd.
Eðlilegra að við reynum að bæta fyrir brot feðranna,
heldur en einblína á þau og óskapast yfir þeim. Enda
er það sanngirniskrafa, að við lítum á ástæður þeirra,
áður en við dæmum þá; lítum á allar raunirnar, sem
þeir hafa staðið í: »ís og hungur, eld og kulda, áþján,
nauðir, svartadauða«. Ættum við ekki að fyrirgefa þeim,
sökum þess, hvað þeir hafa margt vel gert?
En við höfum ekki Svartadauða að berjast við og ekki
hungur eða áþján. ísinn höfum við vissulega stundum,
og eldgos og frost, en við erum nú farnir að búa svo
vel, og höfum svo góð hjálpargögn, að þetta verður ekki
að verulegu grandi. Við þurfum minna fyrir lífinu að
hafa, heldur en kynslóðirnar, sem gengnar eru til hvílu.
Er þá ekki hægt að ætlast til þess að við afköstum meiru?
Það eru mörg viðfangsefnin, sem krefjast úrlausnar.
Verkefnin eru óþrjótandi, sem öll miða að því að skapa
og umbæta. En eitt er það verkefni, sem öllum öðrum
er æðra og göfugra og mest heillandi. Það er að yrkja