Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 22
Ræða
esin á páskunum 1926 í Aiþýðuskóla Þingeyinga.
„Pílatus sagði þá við hann: Eftir
því ertu þá konungur! Jesús svar-
aði: Já, eg er konungur. Til þess
er eg fæddur, og til þess kom eg
i heiminn, að eg beri sannleikan-
um vitni. Hver sem er sannleik-
ans megin, heyrir mína rödd. —
Pílatus segir þá við hann: Hvað
er sannleikur?"
Við erum stödd við landshöfðingjahöllina veglegu í
Jerúsalem. Par stendur Jesús frammi fyrir Pílatus. Ör-
lagaríkasta stund sögunnar er að Iíða.
Dátarnir, sem héldu vörð um höllina, skildu það ekki.
Lýðurinn úti fyrir skildi það ekki. En við skiljum það
nú eftir 19 aldir.
Við skulum reyna að horfa á það, sem þarna er að
gerast, eins og dátarnir og lýðurinn horfði á það: Jesús
var fangi — Pílatus var dómari. Jesús var valdlaus —
lærisveinarnir tvístaðir, lýðurinn mótsnúinn. Pílatus var
valdsherrann — hann var fulltrúi rómverska keisaravalds-
ins og hann hafði hersveitir rómverska heimsríkisins að
baki sér. En Pílatus sjálfum segir þó hugur um, að
þetta horfir öðruvísi við í raun og veru. Prátt fyrir alt
er það þó Jesús, sem hefir myndugleikann. Pílatus finn-
ur meir og meir til óvissu og öryggisleysis. Sagan hefir
sýnt að hugboð Pílatusar er rétt.