Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 26
20
vilja, við guð. Sannleikurinn var í hans augum ekki fyrst
og fremst það, sem hann hugsaði, heldur það, hvernig
hann breytti, lifði. Jesú hafði Iifað satt og heilt. Hann
hafði með lífi sínu opinberað vilja guðs fæddum og ó-
fæddum kynslóðum. Hann lifði í ríki sannleikans sem
konungur, sem sjálfur setur lög og hlýðir þeim. Hann
þurfti engar ytri reglur eða boð til að fylgja vilja guðs,
því að vilji guðs bjó í honum sjálfum, lögin voru í hans
eigin vilja. Hann var konungur sannleikans.
Til hafa verið draumóramenn og vesalings flón, sem
hafa látið sig dreyma um konungsskrúð og konungs-
kórónu veraldslegs eða andlegs valds. Og sum þeirra
hafa hlotið þessi ytri tákn valdsins, sum þeirra fengið
ótrúlega mikil skynvöld og haldið í bráðina að völd þeirra
væru sönn, raunveruleg. Við getum minst Napoleons, sem
braut undir sig mikinn hluta Evrópu um nokkur ár. Við
getum minst Nietzsches, sem náði valdi yfir hug fjöl-
margra Evrópumanna á síðasta fjórðungi 19. aldar
og dreymdi sig vitfirtan um ofurmennið, þetta volduga
dýr. Slíkir menn eiga í raun réttri fyrst og fremst með-
aumkvun okkar skilið. Þeir hafa reynt að lifa á yfirborð-
inu, en rekið sig á lög lífsins og staðreyndirnar, og hrokkið
frá með blóðugt enni eða brotinn arm.
Megum við hugsa okkur Jesú við hlið þessara manna?
Var hann ekki krossfestur milli tveggja ræningja? Var
ekki sett á höfuð honum þyrnikóróna til ævarandi spotts?
Þyrnikórónan hefir ekki merkt Jesúm? Á hann hefir
enginn skuggi fallið af ræningjunum. Um þyrnikórón-
una leikur heilagur ljómi af Jesú. En hvað um ræningj-
ana? Er hægt að sýna ljósari mynd af því, hvað dómar
okkar geta orðið rangsnúnir, og hve erfitt það er, að gera
rétta grein góðs og ills, rétts og rangs en þessa: Jesú
krossfestur milli tveggja ræningja? Enn getur lýðnum,
fjöldanum, skjátlast, enn geta dómarar dæmt rangt, enn