Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 28
Reglugerð
Alþýðuskóla Þingeyinga.
I. Um markmið skólans og kenslu.
1. grein.
Markmið skólans er að styðja þjóðlega heimilismenn-
ingu. Alúð skal lögð við að efla þroska hvers nem-
enda eftir hans eigin eðli, og jöfn rækt lögð við viljalíf
nemenda, tilfinningalíf og trúarlíf, sem þekkingu og vits-
muni. Einnig skal lögð alúð við, að glæða þroskalöngun
nemenda og kenna þeim tök á, að afla sér aukinnar
mentunar sjálfir.
2. grein.
Aðalskólinn skal starfa frá veturnóttum til sumarmála.
Hann skal vera í tveimur deildum, yngri og eldri, og
jafnt fyrir konur og karla. Sérstaka húsmæðradeild skal
stofna við skólann, þegar skólastjóri og skólaráð telja
tök vera á. Haust og vor skal halda námskeið við skól-
ann, þegar unt er, svo sem verkleg búnaðarnámskeið,
garðyrkjunámskeið og íþróttanámskeið.
3. grein.
í upphafi hvers skólaárs, skal skólastjóri, í samráði
við aðra kennara skólans, semja skipulagsskrá um kensl-
una, sem hann svo ber undir skólaráð, og það ræðir og
staðfestir með samþyktum breytingum. Fastar náms-
greinar skulu ætíð vera íslenska, saga og félagsfræði,