Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 29
23
landafræði, reikningur, náttúrufræði, söngur, íþróttir, ein-
hver heimilisiðja og kostur á að læra eitt erlent tungumál.
4. grein.
í yngri deild skal kenslan í aðalatriðunum vera hliðstæð
því, sem er í öðrum alþýðuskólum, og öllum nemendum
veitt þar fræðsla í almennum fræðigreinum. Jafnframt
því, skal kenslunni og vali á námsgreinum svo hagað,
að nemendur fái góðan undirbúning undir eldri deild
og traustan grundvöll sjálfnáms. j,
5. grein.
í eldri deild skal kenslan miðuð við sjálfstæðan ein-
staklingsþroska nemenda. Par skal fara saman samtals-
kensla, fyrirlestrar og bókasafnsstarfsemi. Áður en kenslu
er lokið hvert ár, skal hver yngri deildar nemandi, sem
halda vill áfram námi við skólann, hafa valið sér í sam-
ráði við kennara sína aðalnám næsta vetur. Hann skal
og hafa valið sér verkefni til sumarstarfs, er sé í sam-
ræmi við það aðalnám. Skal áhersla lögð á, að gera
hemendur sem sjálfstæðasta við námið og kenna þeim
sem best tök á því, að afla sér þekkingar og þroska á
eigin hönd.
6. grein.
Próf skal vera í lok hvers starfsárs við báðar deildir
skólans. Skal það vera í samræmi við þá kenslu, sem
þar fer fram í hvorri deild. Próf upp úr yngri deild
skólans, eða annað próf jafngott, skal vera skilyrði fyrir
skólavist í eldri deild. Hver eldri deildar nemandi skal,
við burtför úr skólanum, skila verkefni í aðalnámsgrein
sinni, og skal próf hans aðallega vera í því fólgið. Próf-
dómendur velur sýslunefnd S.-Pingeyjarsýslu, og skulu
þeir undirrita skýrslu um prófið.
7. grein.
Allir nemendur skulu hafa útivist klukkustund daglega,