Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 30
24
þegar veður leyfir. Skulu allir nemendur eiga skíði og
skauta og hentugan fatnað til útivistar í snjó og frosti.
8. grein.
Ætlast er til, að húsmæðrakensla sé við skólann, og )
auk þess séu þar kendar sem flestar greinar heimilisiðju.
Skal hann, svo fljótt sem auðið er, afla sér tækja og að-
stöðu til þess. Þegar sú aðstaða er fengin, skal hverjum
nemanda skylt, að velja sér til náms einhverja heimilis-
iðju. í eldri deild á hún að geta orðið aðalnám þeirra
nemenda, er það kjósa.
Q. grein.
Kapp skal Iagt á, að skólinn eignist gott bókasafn og
önnur söfn. Skal til þess varið minst V15 af því fé, sem
kostað er til kenslu í skólanum. Hver kennarí skal hafa
heimild til að ráða um kaup til safna skólans í hlutfalli
við laun sín, en þó skal ætíð samvinna meðal kennara
um þau kaup. Hverjum nemenda skal skylt að greiða
5 krónur í Iestargjald til bókasafnsins hvern vetur. Skal
3ja manna nefnd, sem skipuð er nemendum skólans,
ráða með skólastjóra vali á bókum, sem keyptar eru
fyrir þau lestrargjöld.
II. Um stjórn skólans.
10. grein.
Skólinn er sjalfseignarstofnun. Honum skal stjórnað
af skólaráði, er skipað er þremur mönnum. Skulu þeir
þannig kjörnir: Samband þingeyskra ungmennafélaga
velur einn mann, sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu annan
og félag þeirra manna, er tekið hafa á sig fjáihagslega >
ábyrgð fyrir skólann, þriðja manninn, meðan þeir eru
ábyrgðinni bundnir, annars velja hann brottfarnir nem-
J