Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 33
27
17. grein.
Skólaráð velur skólastjóra. Skal hann ráðinn með
samningi til 5 ára í senn. Samningurinn skal vera skrif-
legur og undirritaður af meiri hluta skólaráðs. Skal þar
tekið fram, hver séu aðalstörf skólastjóra og skyldur, laun
hans og önnur réttindi. Náist ekki samkomulag um
nýjan samning, skal auglýsa stöðuna með ársfyrirvara.
Starfi sínu getur skólastjóri sagt upp, þótt samningstími
sé ekki útrunninn, en skyldur er hann til að gegna starfi
sínu til Ioka skólaárs, enda sé uppsögn hans komin til
skólaráðs fyrir mitt skólaár. Vanræki skólastjóri starf
sitt eða brjóti samninginn í verulcgum atriðum og taki
ekki áminningar skólaráðs til greina, getur það vikið
honum frá starfi með ó mánaða fyrirvara.
18. grein.
Skólastjóri skal hafa frumkvæði um val annara kennara
skólans, en skólaráð getur neitað að samþykkja val hans,
auk þess sem það hefir vald til að ráða kennara að
skólastjóra frágengnum. Fastir kennarar skulu ráðnir til
5 ára. Fá þeir veitingarbréf fyrir starfinu undirritað af
skólastjóra og minst tveimur skólaráðsmönnum. Ef kenn-
ari gerir sig sekan um vanrækslu á starfi sínu eða brot
á heimilisreglum skólans, getur skólastjóri vikið honum
frá með samþykki skólaráðs með 6 mánaða fyrirvara.
Um uppsögn kennara á starfi sínu gilda sömu reglur og
um skólastjóra. Lausn frá starfi um lengri tíma en viku,
getur kennari því aðeins fengið, að hann á sinn kostnað
útvegi hæfan mann, er skólastjóri tekur gildan, til að
gegna því, eða semji á annan hátt við skólastjóra um
rækslu starfsins.
19. grein.
Kennarar skulu vinna að skipulagsskrá yfir kensluna
fyrir hvert skólaár með skólastjóra. Skal þeim síðan skylt