Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 35
29
V. Almenn ákvæði.
22. grein.
Reglugerð þessi öðlast gildi, þegar hún hefir verið
samþykt af stjórn Sambands þingeyskra ungmennafélaga
og staðfest af kenslumálastjórn íslands, Breytingar á
henni geta því aðeins orðið, að bæði skólastjóri og
meirihluti skólaráðs séu þeim fylgjandi og kenslumála-
stjórn íslands samþykki.
23. grein.
Hætti skólinn starfi eða leysist upp, skulu fyrst líða
svo þrjú ár, að eigi sé ráðstöfun gerð á eignurn hans,
en skólaráði er skylt að sjá um, að hvorki hús hans né
aðrar eignir gangi úr sér á þeim tíma eftir mati úttektar-
manna í Reykdælahreppi. Ef skólinn rís eigi upp aftur
að þeim tíma liðnum, skal valin 7 manna nefnd til að
ráðstafa húsum hans og eignum.
Nefndina skulu skipa:
1 maður valinn af æðstu stjórn íslands,
1 maður valinn af sýslunefnd (eða yfirstjórn) S.-Þing-
eyjarsýslu,
1 maður valinn á sama hátt úr N.-Þingeyjarsýslu,
1 maður valinn af Reykdælahreppi, og
3 menn valdir af hálfu brottfarinna nemenda skólans,
sem búsettir eru í S.- og N.-Þingeyjarsýslum og eldri
eru en 25 ára (kosnir leynilegri kosningu).
Enginn maður skal hlutgengur í nefnd þessa, sem
setið hefir í skólaráði, þegar skólinn hætti störfum.
Nefndin skal hafa alræðisvald.
Laugum, 11. sept. 1925.
Konráð Erlendsson. Jón Sigurðsson.
Arnór Sigurjónsson.