Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 36
30
Undirrituð stjórn S. Þ. U. er reglugerð þessari samþykk.
Þórólfur Sigurðsson. Ketill Indriðason.
Arnór Sigurjónsson.
Reglugerð þessi staðfestist hérmeð.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
22. sept. 1925.
F. h. r.
E. u.
Sigfús M. Johnsen.
Athugasemdir
við reglugerð Alþýðuskóla þingeyinga.
Um reglugerðina alment.
Pað er ætlun okkar, sem reglugerðina höfum samið,
að Iáta hana marka sem skýrast í aðalatriðum stefnu þá,
sem við viljum að skólinn taki og beri uppi. Hinsvegar
viljum við, að reglugerðin sé sem minst bindandi um
starfshætti skólans. Við viljum, að kennarar skólans séu
sem óbundnastir um það, hvað kent verður og hvernig
það er kent, til þess að þeir eigi sem fylstan kost á, að
leggja í starf sitt alt það, sem þeir eiga best. Athuga-
semdirnar viljum við reyna að gera svo glöggar, að ekki
þurfi að leika á tveimur tungum, hvaða hugsjónir hafa
staðið bak við stofnun skólans í upphafi. Við ætl-
umst til, að reglugerðin með athugasemdunum verði
skólanum eign og arfur, sem hann glatar aldrei, en fyrst
og fremst sem minning um eigin upphaf og eggjandi
draumur, en aldrei fjötur um fót, því að skólinn á að
verða gróandi stofnun vaxandi jojóðar.