Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 38
gerð, að hafa engin þau fyrirmæli, er gerði erfiðara fyrir
um nokkuð af þessu.
Uni 2. grein.
Lengd starfstíma aðalskólans er við það miðuð, að
nemendur þurfi sem minstu að kosta til náms af þeim
tíma ársins, er þeir geta haft arðbæra vinnu, og að þeir
geti að sem mestu Ieyti greitt kostnað af skólavist sinni
með eigin vinnu sama ár. Á þann hátt á jafnve! fátæk-
ustu nemendum að verða kleif skólavistin.
Piltum og stúlkum er ætluð skólavist í senn. Það er
a. n. 1. gert til að sýna sjálfsagt jafnrétti. En meira
hefir þó hitt ráðið um það, að á þann hátt verður heim-
ilislíf skólans best með góðri stjórn.
Konur hafa að þessu verið afskiftar um sérnám. Pví
viljum við að sérstök húsmæðradeild sé stofnuð við
skólann svo fljótt, sem unt er, vegna fjárhags og húsa-
kynna. Við ætlumst til, að sú deild fái sérstaka reglu-
gerð, er konur semji. Deildin þyrfti að geta verið sem
sjálfstæðust á allan hátt. Hún ætti að hafa stjórn og
fjárhag sér að mestu eða öllu. Best væri vafalaust líka,
að hún hefði húsakynni sér, en þó svo nærri skólanum,
að hún geti notið kenslukrafta þar, að svo miklu leyti,
sem henni er hagkvæmt og skólinn getur veitt. Nem-
endur hennar ættu líka að geta notið fyrirlestra og jafn-
vel annarar kenslu í skólanum', og tekið þátt í skóla-
lífinu.
Skólinn stendur í þakkarskuld við ungmennafélögin í
héraðinu. Pessvegna er sjálfsagt, að hann styðji þau
eftir mætti um stefnuskrár mál þeirra. Par er íþrótta-
málið ofarlega á baugi. Skólinn hefir að bjóða sérstaka
aðstöðu til sundnáms og góða aðstöðu til annars íþrótta-
náms. Pessa ætti hann að láta ungmennafélögin njóta
svo, sem kostur er á. í bráðina verður þessu. varla öðru-