Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 39
33
vísi komið fyrir en að leggja alúð við íþróitakenslu i
skólanum sjálfum og gefa síðan kost á stuttum íþrótta-
námskeiðum á vorin, helst strax eftir að aðakkólanum
er lokið. Þetta gæti svo orðið vísir að sérstakri deild
við skólann, þar sem íþróttir væru aðalnámið, eða jafnvel
sjálfstæðum íþróttaskóla í sambandi við hann.
Alþýðuskólinn er reistur sem nýbýli á óyrktu landi,
þar sem ræktunarskilyrði eru mjög góð. Skólanum er
þörf á að koma því landi sem fyrst í rækt. í annan stað
er ræktun Iandsins fyrsta skylda og mesta nauðsyn
þjóðarinnar. Hver einasti bóndi á landinu þyrfti að
kunna öll tök á að brjóta land til ræktunar. Hér mætist
því þörf skólans sjálfs og þjóðarinnar allrar. Að því
joarf að stefna, að gera alt umhverfi skólans að samfeldu,
ræktuðu landi; skrúðgörðum, matjurtagörðum, túni. Og
þar þyrftu nemendur skólans a.,m. k. að geta átt kost
á kenslu í jarðyrkju, sem yrði betri en engin. Fyrst yrði
best fyrir því séð með námskeiðum í jarðyrkju haust og
vor. Síðar ætti að koma upp tilrauna- og ræktunarstöð
við skólann, og þá um Ieið fullkomnari jarðyrkjukensla.
Um 3. grein.
Kennaralið skólans á að ráða mestu um hvað kent er
og hvernig. í efri deild skólans, verður þó að fara all-
mikið eftir óskum nemenda, því að þar er þeim ætlað
að velja sér kjörsvið. Ennfremur hefir skólaráð vald til
að liafa hér hönd í bagga með, þó að sjálfsagt sé, að
það neyfi þess valds varlega. Til þess er ætlast, að
kenslan þurfi aldrei að falla í föst, dauð form, heldur
hafi kennaralið skólans altaf sem frjálsastar hendur, til að
neyta allra sinna bestu krafta til þess, að yngja sig upp
með nýjum og breyttum viðfangsefnum.
Þó eru nokkrar námsgreinar svo sjálfsagðar, að þær
mega aldrei niður falla. Fyrst er þar móðurmálið. Það
3 a