Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 44
38
ætti líka að vera sem hægast fyrir nemendur, að fara úr
einum alþýðuskólanum í annan, ef framhaldskenslu er
þar hagað á annan hátt.
Um 5. grein.
Pað er eldri deild skólans, sem einkum á að gefa
honum sjálfstætt gildi og sérstakan blæ. Par skal hvort-
tvcggja í senn lært af þeirri menningarviðleitni (sjálfs-
mentun), sem víða hefir átt sér stað í íslenskum sveitum,
og hún studd eftir mætti. Par skal kenslan sniðin eftir
þðrfum þeirra, sem ekki hyggja til framhaldsnáms við
aðra skóla, heldur ætla sér nám framvegis í skóla lífsins
og á eigin hönd (sjálfsnám). Með því, að gefa nem-
endum kost á að velja sér aðalnám og kjörsvið, þar sem
þeir vinna sjálfstætt og þó undir handleiðslu kennaranna,
er þess vænst, að þeir læri best tök á slíku. Auðvitað
mál er það, að þeirri kenslu verður að haga í samræmi
við það, sem þekking og áhugamál kennaranna benda
til. Einmitt í eldri deild, verður að vera svigrúm fyrir
þá að beita náðargáfum sínum. Ef til skólans velst
kennari, sem sérstakan áhuga hefir á náttúrufræði og
sérstaka hæfileika til að kenna hana, þá er sjálfsagt.að
skólinn njóti þess í sem fylstum mæli. Svo mætti og
nefna hverja grein aðra. En fyrst af öllu verður þó að
haga kenslunni eftir þörf og þrá nemendanna sjálfra.
Svo mjög sem unt er, verður þar að fullnægja þeim sér-
gáfum og áhugamálum, sem hver þeirra hefir. Líka þess
vegna á að gefa þeim kost á, að velja sér aðalnám og
kjörsvið.
Hér verður ekki reynt að rekja til hiítar, hvernig þessu
námi skuli hagað. Um það verður líka reynsla að ráða
mestu. Þó skal það tekið fram, að sjálfsagt er að nem-