Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 47
41
Upp úr eldri deild skólans veitir nemendum hinsvegar
engín réttindi, enda er það í samræmi við skipulag og
tilgang kenslunnar í þeirri deild. En slíks prófs er krafist
af kenslumálastjórn landsins af alþýðuskólunum og það
getur — ef rétt er með farið, verið holt fyrir þá. Nem-
endunum getur líka verið liolt að leysa slíkt próf af
hendi fyrir skólann sinn. Og svo á aðalprófið hér —
verkefni í aðalnámsgrein nemenda — að vera einn þáttur
í námi þeirra.
Um 7. grein.
Ákvæði 7. greinar eru einskonar heilbrigðisráðstöfun.
Þörf á útivist er enn meiri vegna sérstaklega mikillar og
góðrar herbergishitunar. Það má heldur ekki gleymast
inni í hitanum, að við búum í köldu landi.
Um 8. grein.
Sjá í húsmæðradeild í aths. við 2. grein og um heim-
ilisiðju í aths. við 3. grein.
Um 9. grein.
Það er auðvitað mál, eins og kenslunni í eldri deild
á að vera hagað, að skólanum er nauðsynlegt að eign-
ast sem fullkomnust söfn. Einkum er honum nauðsyn,
að eignast gott og fullkomið bókasafn. Án þess getur
sjálfsnám nemenda — sem að allmiklu leyti hlýtur að
verða bókasafnsvinna — eigi komist nema tiitölulega
skamt áleiðis. Því er með reglugerðarákvæði gert að
skyldu, að varið sé allmiklu fé til safna skólans. Til
þess, að engin kennari þurfi að vera afskiftur um að
skólana vera aðeins 1 ár og vera bæði bóklegt og verklegt.
Bóklegt nám yrði pá 7'/»—8'/= niánuð að vetrinum, en 3'/2—41/2
suinarmánuð yrði námið aðallega verklegt.
3 b