Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 49
43
tekinn, að gefa þeim aðilum hlutdeild í stjórn skólans,
er mestan hlut áttu að máli, sýslufélaginu og ábyrgðar-
mönnunum fyrir lánum skólans. Með því var líka trygt
í upphafi, að þeir menn hefðu stjórn skólans á hendi,
sem honum voru nánastir og líklegt var að einkum bæru
heill hans fyrir brjósti og best skildu hlutverk hans og
drauma forgöngumannanna. Og þó að umráð yfir honum
væru eigi nema a. n. I. lögð í hendur sýslunefndanna,
svo sem eðlilegast væri um eiginlegan »héraðskóla«, þá
er þó stjórn hans kosin af héraðsbúum á skipulags-
bundinn hátt, og um leið trygt, að bæði eldri og yngri
kynslóðin í héraðinu geti átt nokkurn hlut í stjórn hans.
Er eigi ætlast til, að á þessu verði önnur breyting en
sú, sem er bæði eðlileg og sjálfsögð, að brottfarnir nem-
endur fái hlutdeild í stjórn hans, er fram líða stundir,
og ábyrgðarmennirnir eru lausir við ábyrgðina á skuldum
hans. Má búast við, að sú hlutdeild verði í reyndinni
nokkru meiri en reglugerðarákvæðin segja fyrir, því að
líkur eru til, að brottfarnir nemendur skólans fái von
bráðar mikil ítök í ungmennafélögunum í sýslunni. Að
hér koma eigi til greina brottfarnir nemendur aðrir en
þeir, sem búsettir eru í Þingeyjarsýslum, stafar bæði
af því, að aðrir eru of fjarlægir og svo standa þessar
sýslur að skólanum og er því sjálfsagt að þær einar sjái
honum fyrir stjórn.
Sumir hafa skilið þetta, að skólinn eigi sig sjálfur,
þannig, að hann ætlaði að bera reksturskostnað sinn án
styrks af opinberu fé. Þetta hefir frumherjum skóla-
málsins aldrei komið til hugar. Ef starf hans svarar að
nokkru til tilgangsins, þá er það þannig vaxið, að ríkinu
er skylt og ætti að vera ljúft, að styrkja hann ríkmann-
lega. Það eru heldur engar líkur til, að slíkir skólar
sem þessi, verði hér á landi nokkurn tíma reknir án þess
að þiggja ríkisstyrk. Hér er mjög dýrt bæði að reisa