Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 50
44
skóla, sem vandað er til, og að reka þá, og þjóðin er
svo fámenn, að aldrei er liaegt að reikna með hárri nem-
endatölu, þó að ágætur skóli sé, eins og er með erlenda
lýðháskóla. Pess má og geta, að sjálfseignarskólar þeir
á Norðurlöndum, sem nefndir hafa verið, hafa mjög
mikinn ríkisstyrk og eru þá auðugar stofnanir. Pannig
er iVá'cs-skólinn reistur af auðugum Gyðingi, sem keypti
handa honum miklar lendur, og gaf honum allan arf
eftir sig, og er því fé varið til reksturs hans beint og
óbeint.
Pað er auðvitað mál, að um það muni verða skiftar
skoðanir, hvort eignarhaldi á skórlanum sé vel fyrir komið
á þennan hátt. Svo vill verða um alt, sem á einhvern
hátt er nýtt. Pað er furðu almenn skoðun hér á landi,
að öll skólamál þjóðarinnar séu best komin í höndum
ríkisins. Um þetta virðast jafnvel frumherjar íhalds-
flokksins, sem skoða það sem sitt pólitíska hlutverk að
varðveita svigrúm og frelsi einstaklingsins, vera á einu
máli og socialístar. Á þann hátt ætti auðvitað fjármuna-
leg afkoma skólanna að vera best trygð. En hættan er
nó, að með því mundu mentamál þjóðarinnar um of
stirðna í föstum formum. Ríkið er íhaldssamt í menta-
málum og hlýtur að vera það. Pað vill ekki fera aðrar
leiðir en þær, sem þegar hafa fengið reynslu og viður-
kenningu, annaðhvort heima fyrir eða annarsskiðar. Full
yfirráð ríkisins í skólamálum yrðu því til að hindra eðli-
lega þróun og taka fyrir allan nýgræðing. Með þessum
skóla er stefnt inn á nýjar brautir að ýmsu leyti. Frum-
herjar skólamálsins litn svo á, að það væri ekki einungis
æskilegt, heldur væri þess líka full nauðsyn. Og þá
var líka sjálfsagt mál, að þeir tækju á sínar herðar stjórn
skólans og bæru sem fylsta ábyrgð á honum.