Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 51
45
Um 12. og 13. grein.
Einn höfuðkostur við það að reisa skóla þjóðarinnar í sveit-
um er að þar er auðveldara að láta skólalífið fá heimilis-
Iegan blæ. En þá á skólinn auðvitað að miða alt skipu-
lag sitt við það. Hann á allur að vera sem eitt heimili.
í reglugerðinni er að vísu ekki gert að kvöð, að meir en
einn kennarinn sé í mötuneyti með nemendum. En það
á að vera regla um alla þá kennara, sem búa undir sama
þaki og nemendur. Og þá er auðvitað mál, að kennar-
arnir þurfa að vera menn til að borða það fæði, sem
nemendur hafa efni á að veita sér, en það getur eigi
verið nema óbrotinn og ódýr kostur. Slíkt mundi báð-
um aðilum, kennurum og nemendum, holt. Pó að kjör
þeirra verði eigi lík, nema að þessu leyti aðeins, mun
það þó gera margt auðveldara til skilnings á báðar hliðar.
Og um fæðið sjálft, þá mundu kennararnir reyna að
tryggja að matreiðslan yrði í góðu lagi og nemendurnir,
að ekki verði of mikið í borið.
Annað höfuðskilyrði þess, að skólinn fái á sig heim-
ilisblæ er að allir, bæði kennarar og nemendur, vinni
nokkurt verklegt starf í þágu þess. Pví skulu nemendur,
undir stjórn skólastjóra og húsmóður, ræsta herbergi
sín sjálfir, enda hafa á hendi alla hirðingu skólans þann
tíma, er þeir dvelja þar. Peir skulu og bera alla ábyrgð
á umgengni um herbergi sín. Pví skulu þau tekin út
haust og vor. Petta á að vera einn þáttur í uppeldis-
starfi skólans. — Auðvitað mál er það, að hér eiga
kennarar líka að sitja við sama borð og nemendur.
Um 14. grein.
Pau forréttindi, sem þessi grein reglugerðarinnar veitir
nemendum úr Suður- og Norður-Pingeyjarsýslu um skóla-
vist, er sjálfssögð. Pað eru íbúar þessara sýsla, sem hafa
reist hann og standa fyrir rekstri hans. Og þetta eru