Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 54
48
hann slörfum, eru 6 menn af 7, sem ráða eiga um örlög
hans, valdir af íbúum S.- og N.-Þingeyjarsýslu. Hins-
vegar er sýslunefndunum ekki falin yfirráð lians, enda
myndi það í framkvæmdinni mjög hið sama og að hann
yrði gerður að ríkisskóla, og hefir áður verið gerð grein
fyrir ástæðunum gegn því.
Reglugerðin var samin í fyrra vetur af þeim þremur
mönnum, sem undir hana hafa ritað og sérstaklega voru
til þess valdir. Pví starfi höfðu þeir lokið 28. apríl 1925
og félst stjórn S. P. U. á hana eins og þá var frá henni
gengið. S. Þ. U. hafði þá alveg umráð yfir skólanum
og var því sjálfsagt, að stjórn þessi ætti atkvæði um
reglugerðina (smb. líka 22. grein reglug.) Síðan var
reglugerðin send kenslumálastjórninni til samþyktar. En
í septemberbyrjun s. 1. kom hún aftur ósamþykt vegna
þess, að ákvæðin um próf eldri deildar þóttu eigi nógu
skýr. Var þeim ákvæðum þá lítillega breytt og síðan frá
reglugerðinni gengið eins og hún er nú. Þessi dráttur
varð til þess, að skólinn átti ekki samþykta reglugerð,
þegar S. Þ. U. afhenti hann á héraðshátíð 5. júlí 1925
eins og þó hafði verið ætlast til af forgöngumönnum
skólamálsins. Annars kom hann ekki að sök.
Þessar athugasemdir, sem reglugerðinni fylgja, eru
samdar af undirrituðum, sem þá auðvitað ber ábyrgð á
þeim. En sýndar hafa þær verið samverkamönnum mínum
við samningu reglugerðarinnar og þeir athugað þær.
Athugasemdirnar hafa verið samdar í ígripum milli annara
brýnni anna, a. n. 1. strax í fyrra vor (aths. við 1—4 grein)