Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 56
Skarphéðinn.
Þetta nafn vekur svo undarlegar tilfinningar, veldur
svo djúpum áhrifum. Hljómur þess er harður sem
stormbylur þjóti eða steinum tveim væri saman lostið,
en á bak við er þó sem ómi í veikum grátklökkum streng.
Það leiðir í hugann áhrifamiklar, örlagaþrungnar myndir,
fagrar og glæsilegar, en um leið svo sársaukablandnar.
Yfir þessu nafni hvílir í senn sólskyn og drungi; heiðríkja,
vor, skuggar og skammdegi.
Þegar eg var svolítil telpa og las Njálu í fyrsta sinn,
þótti mér undireins vænst um Skarphéðinn af sögu-
hetjunum.
Að vísu dáðist eg mjög að Gunnari og Njáli og órjúf-
andi trygð þeirra og vináttu. En til Skarphéðins tók mig
langsárast. Eg hágrét yfir afdrifum hans. — — —
Að hugsa sér þennan stóra, stælta, vopnfima og glæsi-
lega mann brenna inni, vera svældan inni sem melrakka
í greni, án þess að fá nokkurri vörn fyrir sig komið, það
var nóg til að gráta yfir heitum reiði- og harmatárum.
Og mér fanst hann standa þar svo einmana. Njáll og
Bergþóra gengu þó út í dauðann hlið við hlið með litla
dóttursoninn, sem ekki vildi við þau skiljast, á milli sín.
En Skarphéðinn stóð einn. »Aleinn örlögum ofur-
seldur, horfðist í augu við eld og dauða.« Og á honum
hvíldi öll ábyrgð þessa hermdarverks. — En fram hjá
því vildi eg altaf hlaupa. Eg vildi ekki hugsa um þaéj,