Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 66

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 66
60 Höskuldi bana, skirrist ekki við, að vega að honum varnar- og vopnlausum. Hverjar eru orsakir illvirkis þessa, sem er hetjunni Skarphéðni svo ósamboðið? Ef sagan er með athygli lesin, kemur þessi atburður alls ekki neitt ókynnilega fyrir sjónir. Alt hefir stefnt í sömu átt, öll vötn runnið til sama sjávar. Við skulum snöggvast líta á málið frá sjónarmiði Skarphéðins. Þegar hér er komið sögunni, er hann fullorðinn og fullþroskaður maður að skapgerð og árafjölda, en þó stendur hann að flestu alveg í sömu sporum og á morgni æskunnar, þegar hann leit framtíðina í hillingum og tíbrár- Ijóma. Að þessu hefir hann altaf verið steðjinn, aldrei hamarinn. Afli sínu hefir hann að miklu mátt eyða í það að rífa upp með rótum og fleygja draumum sínum og æskuvonum án of mikils hávaða og eftirtektar. Slíkt skilur ætíð eftir ör, sem auðveldlega geta rifnað upp og blætt á ný. Þó að heimilislífið á Bergþórshvoli hafi verið fagurt og fast í fjölþættni sinni og samheldni, getur ekki hjá því farið, að Skarphéðni hafi fundist þröngt um sig. Hann hlýtur að hafa átt drauma um höfðingjaveldi, manna- forráð, goðorð. Drauma um ríkt óhindrað Iíf, þar sem frelsi var til að velja, njóta, hafna. »Á öllu verður mað- urinn þreyttur nema valdi.« Valdið er mörgum nauðsyn, leið til þroska. Mönnum verður Ijós ábyrgðin, sem á þeim hvflir, er setja metnað sinn í að reynast vel, aukast að veldi og styrk hið innra við skilning þess, að til að geta miðlað öðrum, þarf að vera af nokkrum nægtum að taka. Skarphéðinn þurfti valdanna við til að ná þangað, er hæfileikarnir bentu, og honum var það einnig sjálfum ljóst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.