Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 67
61
Njáll geymdi völd, sem Skarphéðinn hafði í raun og
veru vel og dyggilega unnið fyrir eftir þeirrar aldar sið-
venju. Pað voru mannaforráð þau, sem Gunnar á Hlíð-
arenda hlaut eftir Mörð gígju og síðan gengu til Práins
Sigfússonar. En það var Skarphéðinn, sem hefndi Gunn-
ars og vóg síðan Þráinjí, svo að eigi virtist nema eðli-
legt eftir ríkjandi hugsuriarhætti, að hann tæki við völd-
unum. En þar bægir faðir hans honum frá sem fyr og
varðveitir þau handa Höskuldi Práinssyni, sem að vísu
átti fullan rétt til þeirra að erfðum, en hafði ekki haft
fyrir þeim sem Skarghéðinn.
Ást Njáls á Höskuldi er takmarkalaus, en alls ekki erfið
til skilnings, ef nánar er að gáð.
Höskuldur var honum annað og meira en sonur. Hann
er handaverk hans, einskonar lífshugsjón klædd holdi og
blóði. Njáll lítur hann með sköpunargleði, sér í honum
uppfylling vona, ræting drauma sinna. Hann tekur hann
fram yfir alt annað, eiginkonu, syni, jafnvel að hann missi
af sinni venjulegu varúð, víðsýni og skilningi hans vegna.
Pegar Njáll fer að leita Höskuldi kvonfangs, má ekki
minna gagn gera en að biðja einnar fegurstu, stórætt-
uðustu og ríklunduðustu konunnar, sem völ er á, honum
til handa. Og þegar ráðahagsins er synjað vegna goð-
orðsleysis Höskuldar, ræður Njáll bót á því öllu, veitir
honum goðorð, aðsetur og um leið konuna.
Að öllu þessu verður Skarphéðinn sjónarvottur. Og
meira en það. Hann tekur þátt í leiknum.
Menn vefja oft viðkvæmustu blettina þykkum umbúð-
um af uppgerð og fánýtu stolti. Alt í einu standa þeir
svo sviftir hjúpnum, sundurtættir og flakandi, ráða ekki
við atvik og örlög vegna sársauka og sundurlyndis,
gjalda þess að hafa ekki bygt á sannindum við sjálfa sig.
Eitthvað þessu líkt er það með Skarphéðinn. Hann
blekkir sjálfan sig með áköfu vinfengi við Höskuld. Leit-