Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 69
63
stend eg þá. Völdin og vinsældirnar hefir hann fram
yfir mig og jafnvel óskiftan samhug míns eigin föður.
Hví þá ekki að verða fyrri til að reiða til höggs? Þessa
hugsun vekur Mörður Valgarðsson í fyrstu hjá honum
og klifar á henni æ síðan, og þar stendur Skarphéðinn
verjulaus fyrir.
Miklu um þetta veldur einnig óvani Skarphéðins að
taka sjálfstætt á málunum. Hann hefir að þessu jafnan
gengið við föðurknén. Þegar hann svo ætlar að sleppa
sér, verður hann hikandi og reikull í gangi, skortir dóm-
greind og gagnrýni gegn mjúkmælgi og slægvisku Marðar.
Svo er líka annað. Hann hefir blekt sjálfan sig með
ósannri vináttu og skynhelgi við Höskuld. Þvf horfir
hann við Merði svo klæðum flettur, gefur honum ótal
höggstaði á sjer, gerir honum létt að finna sneggstu, við-
kvæmustu blettina.
Og að síðustu er Skarphéðinn svo tæpt á brúninni
staddur, að honum virðist aðeins um tvent að velja. Ann-
að er, að hverfa frá við svo búið, Iifa sem bandingi eftir
sem áður, láta atgerðaleysið, þvingunina, myrkrið breiða
yfir sig blæju gleymsku og þagnar. En hitt er að hefjast
handa, reiða öxina djarft og ákveðið, slíta bönd og hlekki
og láta svo skeika að sköpuðu. Og þann kostinn tekur
hann og heill honum fyrir það! Hann hefur að lokum
hátt upp kröfuna um að fá að sníða og mynda líf sitt
þannig, sem hann finnur, að hann verður að gera, ef hann
á ekki að farast, kviksetjast lifandi. Það eru aðeins afskifti
Marðar, sem saurga og sverta málið, að öðru er það
hreint og Ijóst frá Skarphjeðins hálfu, bein afleiðing
undangenginna atburða.
Víg Höskuldái; Hvítanessgoða setur tímamót í lífi
Skarphéðins. Saga lians verður eftir það frásögn um
mann, sem að vísu hefir leitt stórfelda ógæfu yfir sig og