Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 73
Ræöa
á héraðssamkomu á Breiðumýri 5. júlí 1925.*)
I dag komum við saman til að fagna. Fegursta vor,
sem við, sem enn erum ung, höfum lifað, er iiðið og
sumarið að byrja. Á túnunum er gullvoð blómanna
breidd yfir grænt grasið, sem tekur litbrigðum við minsta
andblæ. Hér erum við öll að gleðjast yfir indælu vori,
sem er að kveðja og fagna sumri, sem er að koma.
Og svo erum við ungmennafélagar, sem nú förum
bráðum að reskjast, að kveðja okkar vor og gleðjast yfir
því og fagna því sumri, sem er að koma. Fyrir 10 árum
vorum við stödd á þessum sama stað, lékum leiki okkar
og þreyttum íþróttir. Pá vorum við að reyna orku okk-
ar og heilsa vorinu. Nú í dag kemur fram önnur sveit,
sem heilsar sínu vori. En okkar bíða sumarstörfin.
Við minnumst 19. júní fyrir 10 árum. Pað er bjart
yfir þeim degi. Heiður himinn. Blikandi sólskin yfir
grund og eng og á. Bylgjandi fylking fagurbúinna manna
og kvenna. Glímur, sund, hlaup, stökk, hnattleikir. Fánar
í fulla stöng. Ný stjórnarskrá. Þegnlegt jafnrétti karla
og kvenna.**) Fult fang af vonum. Ný tíð fyrir höndum.
Gifta vors lands fyrir stafni. Finst ykkur ekki, að það
hafi verið sólríkasti vordagur, sem þið hafið lifað?
*) Ræða þessi er birt hér vegna pess, sem skólans er minst.
**) Frétt um koungssamþykt stjórnarskrárinnar 1915 kom seint
uni daginn.
5*