Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 77
71
íslenskt vor, íslenskur frumleikur eftir mörg hundruð ára
hret. Og á nú sumarið að koma með gróðurilm um
engi og tún — eða á jökullinn að breiðast yfir?
Ungu sveinar og meyjar. Enn er landið okkar lítið
meira en Iand möguleikanna, en það er land mikilla mögu-
leika. Enn er þjóðin okkar lítið meira en þjóð mögu-
leikanna, en hún er þjóð mikilla möguleika. Það er komið
undir æskunni í landinu nú og síðar, hvort landið á nokk-
urn tíma að verða annað og meira en land mikiila mögu-
leika. Pað er undir því komið, hvort æskan vill hjálpa
sól og regni til að stækka túnin og græða aftur skóg-
inn í hlíðarnar og lokka laxinn í árnar, eða hún vill lifa
aðeins á ránsfeng í eigin landi. Og það er á valdi æsk-
unnar nú og síðar, hvort ætt Ketiis hörska og annara
fornra landnámsmanna á að verða annað og meira en
þjóð mikilla möguleika. Pað er undir því komið, hvort
æskan hefir hugrekki til að dreyma stóra drauma og þrek
til að láta þá rætast. Pað er undir því komið, hvort hún
hefir stórhug og þrek til að gera miklar kröfur til sjálfr-
ar sín. Lærist henni það, þá mun, er stundir líða, hver
íslenskur faðir geta sagt sem Ragnar loðbrók:
Móðernis fékk mínum
mögum svo hjörtu dugðu.
Arnór Sigurjónsson.