Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 78
Rís mentaþrá!
Rís mentaþrá! Heyr tímans klukkur kalla
og kveða bergmál djúpt í sálarhyí.
Pú, unga fólk, streng heit! Til hárra fjalla
skal hefja leit að því, sem best er til.
Við markstein hvern skal vita kynda og kynna.
er kasti geisla á næsta spöl til sanns.
Að sá, er leitar, líka muni finna,
skal letrað verða á fána sérhvers manns.
Á brattann leita. Stefndu hug til hæða
— og hlú þó fyrst að því, sem næst þér er.
Við sérhvert spor skal grær® kvisti græða,
sem geymi yl til þess, er síðar fer.
Á hverri brún í brekku nýja rofar,
og bergmál elst við nýrra fossa klið.
Stíg hærra, hærra, sífelt ofar, ofar
uns annars heims þú skynjar tónasvið.
Nú stefna vættir g^isla að hverju geði
og gullnar töflur rétta sveini og snót.
Um álfur heims fer alda nýrrar gleði,
enn yngist lífsins forna, trausta rót.
Rís mentaþrá! Heyr tímans klukkur kalla
og kveða bergmál djúpt í sálarhyl.
Þú, unga fólk, streng heit! Til hárra fjalla
skal hefja leit að því, sem best er til.
Sigurjón Friðjónsson.