Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 82
76
»Eg vil láta fara að kveikja,* sagði hann með grátstaf
í kverkunum. »Ekki strax barnið mitt,« sagði móðir hans
og strauk honum um vangann.
Litla síðar kom fjármaðurinn upp á gluggann og sóp-
aði snjónum af honum. Maðurinn var svo fannbarinn,
að það var eins og hann væri í hvítum feldi. »Nei, sjá-
ið þið snjókarlinn,« hrópaði drengurinn og klappaði sam-
an lófunum, og nú var ekkert gráthljóð í röddinni leng-
ur. Pað birti í baðstofunni í bili, en það var aðeins
»skammgóður verrnir®, því að brátt varð eins dimt og áður.
Pað var óyndislegt í baðstofunni en fram í bænum var
ömurlegt. Snjóinn skóf inn um hverja glufu. Það voru
að verða stórir skaflar í göngum og bæjardyrum og kald-
ur gustur fylti hvern krók og kima. Ef útidyrnar voru
opnaðar, stóð snjóstrokan beint inn um þær, og það var
svo dimt af hríð og renningi, að ekki sást nema rétt út
á varpann.
Þetta var regluleg norðlensk stórhríð.
Nú kom fjármaðurinn inn, klökugur og fannbarinn og
rjóður af frostinu. »Petta er meira veðrið,« sagði hann,
»það var naumast, að eg gæti haft mig milli húsanna.«
En þó var fjármaðurinn miklu hressari í bragði en fólk-
ið, sem inni sat.
Þegar fjármaðurinn var kominn inn, var kveikt á lamp-
anum og breidd hvít tjöld fyrir gluggana. Bóndinn tók
bók ofan úr skápnum og fór að lesa fyrir fólkið, en það
var þó ekki vani hans. »Nú ætlar pabbi að reyna að
létta af sér farginu,« hugsaði dóttir hans, sem sat á einu
rúminu við vinnu sína.
Óveðrið lamdi cnn á þekjunni, en nú var eins og það
hefði ekki eins lamandi áhrif á fólkið og áður, því að
nú var orðið bjart og hlýtt í baðstofunni, og lesturinn
hafði mildandi áhrif á huga þess.
Sigurbjörg Sigurjónsdóttir