Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 86
8Ö
eða sióra vinda.
Okkar bíður blómleg ey
bak við sund og tinda,
bak við sæ og silfurhvíta tinda.
— Eftir mér hún ekki beið,
yst við drangann háa
sá eg hvar hún leið og leið
langt í geiminn bláa,
langt í geiminn vegalausa bláa.«
Hér er Iýst útþrá ungu stúlkunnar. Hún verður svo oft
að bíða eftir einhverjum, sem vill taka hana í fylgd sína.
Pá verður þráin að sjá ókunn lönd að fjarlægum og
fögrum draum, sem þó er vonlaust að rætist.
Saga Björnsons, »Árni«, er líka saga um útþrá, sem
aldrei var fullnægt.
»Undrandi stari eg ár og síð
upp yfir fjöllin háu.
Auganu mætir þar ís og hríð
— alt um kring grasi vafin lilíð.
— Ó, hvað mig langar yfir,
kemst aldrei meðan þú lifir.«
Það er saga um sársauka og þjáningar, þess sem á vængi,
en fær ekki að hefja sig til flugs. Og þó — þegar út-
þránni er ekki fullnægt, brýtst vaxtarþráin fram á öðrum
stað, í ljóðum og ást — í vaxandi tilfinningaauðlegð.
En sé útþránni fullnægt, svellur brjóst æskumannsins
að vísu af fögnuði, en hann finnur um leið, hvað hann
á á hættu að geta mist:
»Utþráin seiddi mig ungan og leiddi
á ókunnan skógarstig.
Þrestirnir sungu! — þyrnarnir stungu
og þorstinn kvaldi mig.