Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 89
83
Einu sinni var ungur bóndi að slá á túninu sínu í
þurki og hita. Pá kom til lians maður, sem sagði um
leið og hann gekk hjá: »Hvíldu þig, hvíld er góð.« Bónd-
inn sló slöku við um heyskapinn og um haustið átti liann
aðeins einn lítinn heykleggja. Pá kom sami maðurinn
til hans aftur og sagði: »Latur, lítil hey.« Bóndinn sá
þá, að þetta var óvlnur Iífsins.
Pessum sama óvini mætum við daglega, hvert sem við
förum. Til er voldugt lögmál, sem ræður allri dauðu
náttúrunni og líka á mikil ítök í þeirri lifandi. Pað heitir
letilögmál. Pað er í því fólgið, að hver sá hlutur, sem
er í kyrð vil! vera kyr, og hver sá hlutur, sem er á
hreyfingu vill halda henni óbreyttri. í lifandi náttúrunni
hefir Iífsþráin, vaxtaróróin, risið gegn letilögmálinu. Par
er stöðug barátta milli þessara stórvelda, barátta Hfs og
dauða, kyrðar og starfs, framsóknar og íhalds, vilja og
leti. Pví meir, sem þráin að vaxa og starfa, má sín, því
ríkara líf, því meir, sem letilögmálið má sín, því snauð-
ara líf.
Og þó er eins og þessi barátta sé lífinu nauðsyn.
Lífsþráin, vaxtarþráin ein gæti leitt okkur út yfir okkar
eðlilegu takmörk. í fyrstu bók Móse segir, að það, sem
valdið hafi syndafallinu hafi verið það, að fyrstu forfeð-
ur okkar átu af trénu í miðjum aldingarðinum, af því að
þau vildu verða eins og guð og vita skyn góðs og ills.
Slík ævintýri eru fleiri til, og þau hafa nokkurn sannleik
í sér fólginn. Prá eftir því, sem ekki verður náð, skilur
aðeins eftir sársauka, við unum því eigi, sem við getum
öðlast og höfum náð. Og þó má það aldrei gleymast,
að raunar er öll íramfara- og sigursaga mannkynsins
saga um vaxtarþrá, sem hefir leitað út yfir það, sem
virtist unt að komast. Og þó sú saga sé öll rituð blóði
og tárum, er það þó stórfeldasta og fegursta æfintýrið,
sem gerst hefir á þessari jörð.
6*