Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 91
85
við aldrei gleyma því, að öll menning og allur sannur
persónuleiki er á því reistur, að við lifum ekki lífi okkar
eins og leiksoppar í höndum ósamkynja afla.
»Örlög velta af hending tveggja handa
hart slá nornir vef og þræði blanda,
en vissi hann af sínu eigin afli,
æðri ráð hann hefði í lífsins tafli.«
En þá þurfum við líka að þekkja vel lög lífsins og öfl,
og láta þau lyfta vexti okkar.
Best verður letilögmálið tekið í þjónustu lífsins með
því að láta það skapa okkur hollar venjur. Letilögmálið
heimtar ekki bara kyrð, það vill líka að allir hlutir haldi
þeirri hreyfingu, sem þeir hafa og vaninn er íheldni af
saina aðli. En vaninn, sem í sjálfu sér er tregur, getur
þó orðið til að auka starfið með því að skapa hreyfing-
unni í lífinu reglu. Pað er frægt, að mesti heimspek-
ingur þjóðverja, Immanuel Kant, hagaði daglegum göng-
um sínum, sem voru heilsu hans nauðsynlegar, svo reglu-
lega, að samborgarar hans í Kunigsberg gátu sett úrið
sitt eftir honum. Slík reglusemi gerir það ef til vill frek-
ast skiljanlegt, hve afrek hans voru mikil, og hve miklu
hann kom í verk. Það sem er orðinn fastur vani, kost-
ar enga umhugsun og lítið erfiði. Það gerir mönnum
kleift, að hugsa um fleira og starfa meira.
Hér erum við komin að leyndardóminum mikla um
eining mótsetninganna. »Eining mótsetninganna er múr-
inn, sem lykur um Eden lífsins.« Oegnum þann múr
er hið þrönga hlið til þroska og lífshamingju. Það er
úr mótsetningu lífsþrár og letilögmáls, lífi og dauða, sem
við vefum lífsvoð okkar. Það er listin að láta dauðann
efla lífið, Iáta letilögmálið setja lífsþránni takmörk, sem
verða henni hið sama og bakkarnir ánni. En gleymum