Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 92
86
því aldrei, að markið er sterkt líf, mikill, hollur vöxtur.
Það er skylda okkar við lífið. Það er leiðin til hamingju.
Eg veit, að þetta mun þykja meir almennar hugleið-
ingar en hagkvæm ráð. Eg vil reyna að gera það Ijóst,
hve dásamlega lífið leggur okkur í hendur. Þá verður
líka ljósara, hvernig við eigum að vinna að vexti okkar
og hamingju. Hagkvæmu ráðin koma þá af sjálfu sér.
Eg get heldur ekki gefið nema alment yfirlit. Líf hvers
okkar verður að þroskast eftir eigin lögum. Og svo er
þetta aðeins inngangur að miklu máli um mikið efni.
En á eitt hagkvæmt ráð vil eg þó benda að lokum.
Tengjum vöxt okkar og starf sem fastast. Látum vöxt-
inn vera í því fólginn, að við verðum hæfari til lífsstarfs
okkar, og látum lífsstarfið aftur þroska okkur sem mest.
Við eigum að vaxa með starfi okkar og vaxa af því í
senn. Þá verður vöxturinn árangur starfsins, störfin ár-
angur vaxtarins. Starf og líf og þrostoí verður ekki að-
greint, nema illa fari. Við getum okkur að skaðlitlu, og
ef til vill að skaðlausu, sótt nokkuð af þroska okkar út
fyrir þau daglegu störf — og það eigum við að gera, ef
okkur þykir þau of einhæf og fátæk. En ef vaxtarþrá
okkar leitar aðallega út fyrir þau störf, sem við vinnum,
verða þau aðeins þjáning, steiriar á vegi okkar í stað
þess að vera vegurinn sjálfur, — og þá verðum við að
leita annara starfa. »SkáId er hver maður, sem á hug-
sjón í starfi sínu,« segir skáldið og spekingurinn H. Ibsen.
En sá maður er meira, hann er líka gæfumaður. Vaxtar-
þrá hans, lífsdraumur og starf, stefna að einu marki-
Hann er heill maður og sterkur.
Arnór Sigurjónsson.