Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Qupperneq 104
98
endur skiluðu. Skyldunámsgrein var engin önnur en íslenska, en
allir lögðu neniendur stund á nokkrar námsgreinar aðrar. Sem
aðalnámsgrein völdu 7 íslenskar bókmentir, 1 ísl. málfræði, 3 smiði
og 1 dráttlist, en einn tók enga aðalnámsgrein. Tveir nemendur
gátu ekki skilað verkefnum sökum veikinda, eins er eigi getið í
prófskýrslu vegna pess, að hann tók ekki annað próf.
Pessar námsgreinar voru kendar:
í s 1 e n s k a.
Málfræði og stílar 3 klst. á viku. Lesin málfræði eftir Halldór
Briem. Gerðar 11 ritgerðir og nokkrir málfræðisstilar. Bókmenta-
kenslan skiftist i þrent (2 klst. í viku fyrir hvert). 1. Lesin Völu-
spá með skýringum S. Nordal, Hávamál 1 120, Reykdæla, Glúma,
Njálssaga. Sögurnar voru lesnar milli kenslustunda og rætt um
pær í kenslustundunum. 2. Lesin Lestrarbók S. N. bls 1—245.
Rætt um höfundana og rit þeirra. Einkum dvalið við pjóðkvæði
og rhuur, Hallgrim Pétursson, Bjarna Thorarensen, Jónas Hall-
gríinsson og Grím Thomsen. 3. Lesin sama bók með yngri deild
bls. 246 og út. Petta var ekki skyldunáin, en þó tóku allir pátt
i pví.
íslandssaga.
Fyrirlestrar og samtöl. Kenslan a. n. 1. sameiginleg með
yngri deild. Höfð hliðsjón af íslandssögu Jóns Aðils.
Mannkynssaga.
Fyrirlestrar og samtöl um félagsmálasögu 19. aldarinnar.
Höfð hliðsjón af P. Munch Lærebog i Verdenshistorie IV. (Den
nyeste Tid).
Landafræði.
Lesið um Evrópu og Asiu í Landafræði K. Finnbogasonar,
ísland undanskilið. Kenslan pó mikið munnleg frásögn.
Grasafræði.
Plönturnar eftir Stefán Stefánsson, bls. 1 — 106, hraðlesnar.
D ý r a f r æ ð i.
Talað um spendýrin. Kenslan fyrirlestrar og samtöl, en nokk-
«r hliðsjón höfð af Dýrafræði eftir Bjarna Sæmundsson.