Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Page 110
104
inu undir stjórn Helgu Kristjánsdóttur. Sömuleiðis hafði jiað öll
jjjónustubrögð á hendi undir stjórn Helgu Arngrímsdóttur. „Ráðs-
niaður" og „ráðskona" voru kosin niánaðarlega af nemenda hálfu
ti! aðstoðar við hvorttveggja. Matreiðsludeild skólans hafði alla
matreiðslu á hendi undir stjórn Ásu Jóhannesdóttur, en Konráð
Erlendsson hafði reikningshald mötuneytisins. Ennfremur kusu
nemendur tvo pilta úr sinum hóp, pá Ingólf Helgason og Þórhall
Kristjánsson, til aðstoðar við inötuneytið og til að gæta liags-
muna sinna. Allur dagkostnaður nemenda [fæði, Ijós, hiti, pjón-
ustaj var kr. 1,85 fyrir pilta og kr. 1,50 fyrir stúlkur. Auk pess
greiddu piltar pjónustugjald 5 kr. yfir veturinn. Yfir allan vetur-
inn var kostnaður pilta kr. 338,55 + 5,00 kr. 343,55, en stúlkna
kr. 274,50. Fæðið var gott. Helstu vörutegundir matarfélagsins
voru (talið í kg.): fiskur nýr 400, saltur 1165, kindakjöt 1160, kýr-
kjöt 336, hrossakjöt 790, silungur 320, slátur tilbúið 237 — auk
pess slátur úr 20 kindum og 2 kúin — mör 240, tólg 65, smjör
182, smjörliki 250, nýmjólk 6580, kartöflur 4500, rófur 320, sykur700,
salt 100, kaffi 40, matbaunir 100, rúgmjöl 1900, hveiti 1625, hafra-
grjón 775, rís 220, byggmjöl 100, bygg heilt 40, kol 5'/= tonn,
steinolía 7 föt.
í skólanum var stofnað ungmennafélag, er kallaði sig Ung-
mennafélag Laugaskóla. Hér fer á eftir skýrsla pess:
„Félagið var stofnað 6. nóv. 1925 með 54 félagsmönnum. 1
félagsmaður bættist við síðar.
12 fundir voru haldnir á vetrinum og 19 mál tekin til umræðu,
auk pess að ýmsar spurningar voru lagðar fyrir félagsmenn að
svara. Á miðjum vetri Iögleiddi fétagið algjört vinbindindi og frjálst
kaffibindindi var stofnað með nemendum skólans eftir umræður
um pað mál á fundi félagsins.
Á eina skemtun, er félagið hélt, bauð pað ungmennafélaginu
„Efling".
Þrjú minningarkvöld (há(íðakvöld) voru haldin til minningar
um pessa menn: Matthías Jochumsson, Eggert Ólafsson og Step-
han Q. Stephansson skáld.
Ennfremur hetir félagið komið á fót með frjálsum samskotum
„Hljóðfærasjóði Laugaskóla" (285 krónur) og lagt drög til stofn-
unar „Nemendasambands Laugaskóla".
Kári Tryggvason Þórh. Kristjánsson Ragnar A. Þorsteinsson
(fonnaður). (féhirðir). (ritari).