Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 112
106
skólanum. Ennfremur var á árinu keypt jarölíkan, hefilbekkir og
margvísleg siniðatól og áhöld til sundkenslu.
Stofnað hefir verið til bókasafns handa skólanum. Arnór
Sigurjónsson afhenti honum bókasafn Breiðuinýrarskólans, sem
honum hafði verið ætlað, 82 bindi, og gaf honuin sjálfur 56 bindi
bóka. Björn Jakobsson, íþróttakennari i Rvík, gaf 159 bindi. Hið
ísl. bókmentafélag gaf forlagsbækur sinar, þær sem enn eru ekki
uppseldar, 83 bindi. Þjóðvinafélagið sínar forlagsbækur, 36 bindi.
Háskólinn og Sigurður Nordal Árbók háskólans nema 1 ár. Bogi
Th. Melsted 100 eint. ísland, Land og Folk af Th. Thoroddsen
og 90 eint. af kenslubók sinni í íslendingasögu. Ýmsir gefendur
hafa gefið samtals 41 bindi. Með þessu voru komin nokkur drög
til góðs bókasafns, þótt það væri dálítið ósamstætt og stundum
tvö eða fleiri eint. af hverri bók. Úr þvi var nokkuð bætt
ineð því að kaupa til safnsins 71 bindi bóka fyrir kr. 442,00. Meir
en helmingur bókanna var óbundinn og var því keypt band á
all-mikið af bókum á árinu. Skólinn er mjög þakklátur öllum,
sem hjálpað hafa til að koma bókasafninu þetta á legg, og er
honum ekki aðrar gjafir kærkomnari en til bókasafnsins.
Skólalok.
Skólanum var sagt upp 24. apríl 1926 og hafði hann þá
staðið 26 vikur. Við skólauppsögu héldu þeir ræðu Konráð Er
lendsson og Arnór Sigurjónsson. Skólafólkið söng á undan báð-
um ræðunum (flokkssöngur), en á eftir síðari ræðunni var sungið
„Ó, guð vors iands“. Þá var skólanum lokið.
Jarðræktarnámskeið.
17. niaí—19. júni var haldið jarðræktarnámskeið við skólann
Kennari var landbúnaðarkand. Steingrimur Steinþórsson á Hvann-
eyri. Nemendur voru 4, þrír skólapiltar, þeir Árni B. Þórðar-
son, Jóhannes Guðmundsson og Leo Jónsson. Fjórði nem. var
Vilhj. Grimsson á Rauðá, S.-Þing. (ekki allan tirnan). Unnið
var að því að stækka matjurtagarð, sá kartöplum og ýmsum kál-
tegundum og brjóta land til nýræktar. Matjurtagarðurinn var
stækkaðurum c 300ferfaðma, þaksléttur gerðar cl dagslátta, sáð-
J