Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 16
14
JÓLAGJÖFIN
vegna ertu að fela þig þarna. Það er engu líkara en að þú
hafir eitthvað ilt í hyggju.
Eg! — hvernig getur þér komið slíkl til hugar! mœlti
höggormurinn, eg sem vil þér alt hið bezta. En heyrðirðu
hvað hann sagði: að hann skyldi reka ])ig út úr Paradís?
Við skulum nú sjá til.
*
* *
Það var haust með óteljandi og töfrandi litbreytingum,
— það var eíns og maður gæti hugsað sér að maður væri
á mararbotni. Sólin glitraði á þungum fölbláum þrúgum,
og hleypti roða í vangana á eplunum.
Adam var á gangi í garðinum með fullan gúlinn af vín-
þrúgum, og varð einmitt reikað um þar, sem þyrnikvisturinn var.
Jæja, — nú er bezt að gæta að, til hvers þú ert nýtur,
mælti hann, eru nokkrar gómsætar vínþrúgur á þér.
Fágætt mun það, svaraði þyrnikvisturinn að finna þrúg-
ur á þyrnum.
Nei, — en sprek til eldsneytis, sagði Adam. Til annars
en eldsneytis ert þú ekki nýtur. Þú átt það ekki skilið að
fá að vera hér í Paradis. Eg sem ætlaði að gleðja Evu með
nýjum og fögrum ávöxtum, — en af þér getur enginn glaðst.
Drottinn dýranna, harður ertu, mælti þyrnikvisturinn.
Gættu þess að eg er aðeins vesall þyrnikvistur.
Jú, og brent skal þér upp til agna, hélt Adam áfram,
hann var reiður.
Er ekki nóg af gómsætum ávöxtum hér í garðinum,
handa ykkur að eta ykkur mett af. Þú ert í slæmu skapi.
Þú ættir að vinna meira en þú gerir, þá er eg viss um að
þú yrðir glaðari í skapi og þýðari í viðmóti.
Gerist þú nú jafnvel svo djarfur að ætla þér að setja
mér lífsreglurnar, mælti Adam og var honum nú öllum lok-
ið. Sló hann þyrnikvistinn með priki, svo að blaðaangarnir
þyrluðust í allar áttir. Bíddu við þangað til við sjáumst næst.
Já, hvar skyldi það verða, sagði þyrnikvisturinn.