Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 19

Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 19
JOLAGJÖFIN 17 En hún heyrSi ekkert frekar. Ávöxturinn var þegar laus frá stönglinum. Hún hélt á honurn. * ' * .* Adam var að hamast úti á hrjóstrugum akrinum. ÞaS hafSi verið steikjandi sólskin um daginn og svitinn rann niS- ur háls hans í litlum lækjum. Ert þú nú hingað kominn, bannsettur, sagði hann önuglega. Já, það er eg, svaraði þyrnikvisturinn. Alstaðar ertu. Þú varst þarna uppi í brekkubrúninni, og nú ertu hér líka. Hvaðan úr þremlinum kemur þú, — eg veit það með vissu að eg hefi engu sáð hér öðru en hveiti og byggi. Eg kem úr Paradís, svaraði þyrnikvisturinn — eins og þú. Sólin var einmitt að ganga undir. Skýin bjuggu henni sæng úr töfrandi, rósrauðum silkivoðum. Adam rétti úr bak- inu svo vel sem honum var unt og horfði í áttina þangað, sem Paradís hafði verið. Hann stóð lengi í sömu sporum, frá sér numinn af hinni gullroðnu, deyjandi dýrð. Guð einn veit, hvað hann var að hugsa. Nú var það aðeins sem óljós draumur. En þyrnarnir þarna, sem vóru að kæfa gróðurinn íyrir honum, þeir vóru raunveruleiki. Daunillur sviti, strit og áhyggjur og sárar og s\íðandi lendar, það var lika alt raunveruleiki. Eva, sem var orðin göniul og Önuglynd og beið hans þarna heima í moldarkofanum með gamlar ásakanir, — hún var lika raun- veruleiki. Ætlar þú að elta mig alt mitt líf. Já, eg fylgi þér, drottin dýranna. Ávalt? Þangað til þú deyrð, —já, eða þangað lil á mér vaxa þrúgur. Aftur dauðinn. Það kvöldaði og varð brátt svalt, er sólin var gengin undir. Adam grét. Hann var að hugsa um Abd. Það vóru tugir ára siðan; en hann var þó ekki búinn að gráta út ennþá. Eg ætlaði ekki að hryggja þig, eg ætlaði aðeins að minna þig á mig, mælti þyrnikvisturinn. JÓLAGJÖFIN I. 2

x

Jólagjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.