Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 26

Jólagjöfin - 24.12.1917, Qupperneq 26
24 JÓLAGJÖFIN Alt í einu var krókur á veginum, og eg kom að lágu húsi með stráþaki. Yfir dyrunum var spjald með konung- legum forréttindum. Inni hljómaði söngur. Mér lá við að kyssa gráan múrinn, svo glaður varð eg við að hitta menn. — — — — Inni í instu stofunni sátu tveir menn, við ijós af olíu- lampá með stórri blikk-ljóshlíf. Þeir voru báðir gamlir, báð- ir jafn drykkjumannslegir í útliti, föt þeirra voru jafn feitug og sldtug, og þeir voru jafn þrútnir og blóðugir. í andliti. Og þó var einn munur á svipnum í hinum gljáandi augum þeirra. Annar þeirra þekti lífið betur en hinn, gat eg séð, hann hafði að minsta kosti grátið meira. Þeir sátu livor á móti öðrum við gamalt tréborð, alþak- ið fullum og tómnm flöskum. Þeir sátu bognir og niðurlút- ir eins og þeir svæfu eða væru dauðir, handleggirnir hengu máttlausir niður. En afarstór spiladós þeytti hljómfossum Meyerbeers út í loftið. Þegar hljóðfæraslátturi.in hætti, spurði maðurinn, sem hafði grátið, að því hvað eg væri. Eg sagði honum það ít- arlega. Hann virti mig fyrir sér hugsandi og brosti þreytulega. „Nú, lítið þér svona út, spekingurinn, þér sem viljið fræða fólk um eitthvað nýtt og nytsamt um kvenfólk og fánýti þess. Guð minn góður! Jú, eg gat skilið að þér hlutuð að vera mjög ungur“. „Komið hér og fáið yður eitt glas. Þér gelið ekki gert að því, þótt þér séuð uugur. Þér verðið gamall með tímanum — og vísari — veslingur“, Eg settist niður dálitið reiður. Eg bafði ekki búist við sjálfbyrgingslegum aðfinningum af fyllisvíni. „Verið jiér ekki afundinn“, sagði hann. Mér líkar and- lit yðar vel. Þér eruð svei mér lika gáfaður. En þér megið ekki segja neitt ilt um kvenfólkið. Gleðjið þér nú einu sinni veslings gamlan garm, og lofið mér að minsta kosti að hugsa yður um — tvisvar, ef þér skrifið um kvenfólk.

x

Jólagjöfin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.