Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 28

Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 28
26 JÓLAGJÖFIN hún trúlofaðist eina indæla sumarnótt í skrautlýstum lysti- garði við sjóinn. Hann varð mjög fljótt yíirdómari, hann hafði afbragðs heila og ]iau giftu sig. Eg, veslings garmurinn, varð varalæknir á einum af spítöl- unum og var daglegur gestur á skrautlaga heimilinu þeirra. Hann dæmdi menn og hvíldi í örmum hennar. Eg gerði við menn og hvildi innan um flöskurnar mínar. Hann vann til þess að koma sér áfram. Eg erfiðaði af öllum mætti til þess að komast aftur á hak Guð á hæðum, en hvað mér þótti vænt um Iiana. Eg leyrnli ]rví eins og eg gat, bæði drykkkjuskap mínum og ást til hennar, en hún sá það' altsaman vel, og það getur vel verið, að hún hafi grátið mín vegna, þau augnablik, þegar hún var ekki að liugsa um hann. Aumingja konan, hún hafði ekki beðið um hjarta mitt, en eg gat ekki gefið öðrum það, af því hún átti það. Svona liðu nú þrjú ár. Ári eftir að þau voru gift, höfðu þau eignast dreng, já, það var hinn dýrlegasti dreng- ur í þessuin hsimi. Hann elskaði drenginn, eg get kveðið svo að orði. Hann lifði og hrærðist fyrir drenginn. Dómar hans urðu mildari, hann varð nærri því breytt- ur maður. Þessi „Mandarín“ var að verða svipaður manni, þegar ógæfan skall á. Dag einn hvarf harn dómarans í einum af skemtigörð- um höfuðborgarinnar, þegar vinnukonan var að skemta sér með dáta úr riddaraliðinu, og nóttina eftir fanst litla líkið í tjörn einni í garðinum. Hann æddi eins og villidýr nætur og daga. Hann reyndi að svifta sig lífinu, það varð að vaka yfir honum. Hann var geggjaður, hann var geggjaður. Það var ekkert af viti eftir í honum. Og svona hlaut það að vera. Það var hann sem átti drenginn. Það var nokkuð af honum sjálfum, sem var orðið að engu. Hefði það verið hún, konan hans, já, sjáum til,

x

Jólagjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.