Jólagjöfin - 24.12.1917, Síða 30
28
JÓLAGJOFIN
bæði sem höfum mist barn. Það ert ekki þú. Eg hefi dreg-
ið þig á tálar.“
Hún stirðnaði upp. Hún greip um handleggi rnína og
starði í augu mér.
En svo skildi hún. — — — —
Og svo háði hún þann bardaga við sjálfa sig, sem stór-
skáldin ein eiga orð til að lýsa.
Og svo fór hún. — — — —
Eg heyrði þegar hún sagði hin skelfilegu orð. Og eg
heyrði hlátur hans.
Eftir tvo klukkutíma hafði hann alveg náð sér.
Hún, sem eg elskaði, og sem elskaði hann Jieitara en
sitt eigið lif, var útrekin úr húsi hans.
Eg hefi aldrei séð hana síðan; ég leitaði og leitaði.
Hann er orðinn að steingervingi, hinn harði og algervis-
legi dómari. Hann verður á endanum „geheimekonferensráð“.
Það var þetta sem eg vildi, — þú átt að skilja, ungi
gáfaði vinur, muninn á ást hans og hennar og minni.
Mín ást var meira virði en hans, ef við ættum að leggja
slíkt á metaskálar. En hún var ekkert á móti ást hennar.
Karlmaður getur ekki skilið það, að hún gengur út á
slíka eyðimörk, sem líf hennar er, sem hún hefir sjálf gert líf
sitt að, — með gleðibrosi, — af því hún heíir bjargað lífi hans.
Gætir þú gert það fyrir konu, gœtirðu það. Hæð ekki
ást konunnar, drengur minn! Drag skó þína af fótum þér,
því staðurinn sem þú stendur á, er heilög jörð!
Eg veit það, og svo undarlegt sem það er, þá hefi eg
borist og dregist niður á við, einmitt af því að eg veit þaðu,
bæfti hann rólega við.
Hann and varpaði d júpt og strauk hárflókana af sveittu enninu.
— „Láttu mig heyra eitt lag, drengur minn, ella verð eg
knúður til að snökta, — en til þess er eg orðinn of gamall“.
Eg dró upp spiladósina, en úti söng lævirkinn drotni
lof í morgunþokunni.