Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 35

Jólagjöfin - 24.12.1917, Page 35
JÓLAGJÖFIN 33 væri korninn langt i burtu, — en nú var í öllu falli bezt að láta ekki bera á neinum efa. „Nú, en samt sem áður fenguð |iér ekkert gull — eða hvað?“ sagði hann eins galgopalega og honum var unt. „Sussu-jú, eða hvað haldið þér?’Eg skóf náttúrlega álinn og lillu fiskana. Það var svei mér nóg í heilan 25-eyring“. „Tuttugu og — — — mér heyrist þér segja — — — eg á við — — 25-eyringur gr jú úr sitfri“. „Það veit eg svo sem vel. Getið þér ekki skilið að eg á við verðmætið. Við getum eins sagt að það hafi verið nóg til að gull-lita með 25-eyring, það er hér um bil það sama. En eruð þér annars ekki nokkuð lengi að grípa hlutina, eg á við að fylgjast með þvi sem eg er að segja yður?“ „Nei, langt í frá“, svaraði Jónas Emilíus Jónassen, og fanst sér hálf misboðið. En þér töluðu svona nokkuð — — eins og — — — —“. „Já, eg skil yður; þér þurfið víst að fá það í smá- skömtum, eins og maður segir, — ekki svo? Kæri herra Habakúk". „Má eg spyrja, hvað er það eiginlega sem þér leyfið yður að kalla mig?“ hvæsti Jónas Emilíus úr sér. „Er yðar heiðraða nafn ekki Habakúk“. „Nei, alls ekki; nafn mitt er Jónas Emil — — —“. „Jónas, — — vis'si eg ekki að þér áttuð samnefni við einhvern minni spámanninn, eins og þér munið víst frá skólatíð yðar, — Hóseas, Jóel, Amos, Abadias, Jónas o. s. frv. Þér einblínið á mig, þér hafið víst ekki búist við að eg væri svona lærður?“ Jónas Emilíus varð súr á svipinn, rétt eins og hann hefði bitið í tunguna. „Þér ættuð alls ekki að kæra yður um, hverju eg trúi eða hverju eg trúi ekki“, hreytti hann fram úr sér. „Hvers vegna ekki — eg hefi mikið álit á dómi yðar. Eg skal nú segja frá þeirri uppfyndingu minni sem eg hefi mestar mætur á. Hún er eins og allar stærstu og frumleg- ustu uppfyndingar, ákaflega einföld og eðlileg“. „N—ú—, hvað er það þá?“ spyr Jónas Emilíus, sem JÓLAGJÖFXN i. 3

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.